Erlent

Skotið á danska lögregluþjóna í nótt

mynd úr safni

Skotið var á tvo lögregluþjóna í úthverfi Óðinsvéa í Danmörku í nótt þegar þeir reyndu að handsama mann sem lenti í árekstri eftir glæfraakstur. Lögreglan hafði veitt manninum eftirför sem endaði með árekstri.

Þegar átti að handsama manninn komu um 100 manns honum til hjálpar og hindruðu lögreglu í því að ná til hans. Flöskum og steinum var grýtt í sjúkrabíl á staðnum og átta til tíu skotum var skotið úr vélbyssu að lögreglumönnunum sem á endanum gátu handsamað manninn og flutt á sjúkrahús en hann hafði slasast lítillega.

Ekki kemur fram í dönskum miðlum í morgun hvað olli því að fólkið brást við með þessum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×