Erlent

Íran: Bönnum árásir á kjarnorkuver

Ali Ashgar Soltanieh, fulltrúi Írans hjá Alþjóðakjarnorkustofnuninni í Vín.
Nordicphotos/AFP
Ali Ashgar Soltanieh, fulltrúi Írans hjá Alþjóðakjarnorkustofnuninni í Vín. Nordicphotos/AFP

Stjórnvöld í Íran vilja að alþjóðlegt bann verði lagt við árásum á kjarnorkuver.

Vesturlönd hefur mörg hver grunað að Íranir séu að reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum, en þeir segjast ekki hafa nein áform um að nota kjarnorku í öðrum tilgangi en friðsamlegum. Ísrael hefur hótað árásum á kjarnorkuver í Íran.

Nýjustu viðbrögð stjórnvalda í Íran eru þau, að leggja til að Alþjóðakjarnorkustofnunin samþykki að slíkar árásir verði bannaðar.

„Við höfum engar áhyggjur af Ísrael," segir samt Ali Ashgar Soltanieh, aðalerindreki Írans hjá stofnuninni. „Enginn vogar sér að gera neitt á hlut Írans."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×