Erlent

Lockerbie sprengjuvargur gæti losnað í næstu viku

270 létust þegar Pan Am vélin sprakk.
270 létust þegar Pan Am vélin sprakk.

Líbíumaður sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi fyrir nokkrum árum fyrir aðild sína að Lockerbie sprengingunni svokölluðu sleppur mögulega úr fangelsi í næstu viku af mannúðarástæðum.

Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en maðurinn, Ali al-Megræ, kom sprengju fyrir um borð flugvél frá Pan Am sem síðan sprakk yfir skoska þorpinu Lockerbie árið 1988. Al Megræ er sagður þjást af ólæknandi krabbameini í blöðruhálskirtli og því eru líkur á því að hann hljóti náðun og geti því snúið til síns heima í Líbíu.

Aðstandendur þeirra sem létust í slysinu hafa mótmælt þessum fyrirætlunum harðlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×