Erlent

Greiddi matarskuld þrettán árum of seint

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Indverskur matur.
Indverskur matur.
Maður sem stakk af frá reikningnum á veitingahúsi í Bretlandi hefur nú greitt skuld sína að fullu, þrettán árum síðar.

Maðurinn sendi lögreglu nafnlausa afsökunarbeiðni í marsmánuði ásamt sextíu pundum í reiðufé, andvirði um tólfþúsund og fimmhundruð króna, en hann hafði sleppt því að borga tíu punda reikning á indverskum veitingastað árið 1996.

Hann bað lögregluna um að koma greiðslunni til skila. Reyndist þá veitingastaðurinn hafa verið rifinn og hefur lögregla reynt að koma fénu til eigandans síðan.

Það tókst ekki fyrr en nú, en eigandi staðarins, Samsul Bari, hafði opnað nýjan veitingastað í öðru bæjarfélagi.

„Ég vil þakka þessum einstaklingi kærlega fyrir að koma sér í samband við lögreglu eftir öll þessi ár," sagði Bari í samtali við breska dagblaðið Telegraph.

Talsmaður lögreglu sagði: „Svo virðist sem höfundur bréfsins hafi fengið sárt í samviskuna og viljað greiða skuldir sínar - með nokkurri viðbót til að taka verðbólgu með í reikninginn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×