Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2025 21:00 Ferðamenn virðast löngum hafa haft það áhugamál að stafla steinum hvar sem þeir koma. Vísir/GVA Leiðsögumaður segir ferðamenn ekki átta sig á náttúruspjöllum sem þeir fremji með því að reisa vörður hvar sem þeir koma á landinu. Vörður hafa jafnvel verið reistar í miðborginni, komist ferðamennirnir í nógu marga steina. Leiðsögumaður segir áhuga ferðamanna á vörðugerð vera vandamál, og það sé hreint ekki nýtt af nálinni. „Þetta er einhver ótrúleg þörf hjá fólki að skilja eftir, að þau telja, listaverk sem segir „ég var hér,“ segir leiðsögumaðurinn Hildur Þöll Ágústsdóttir. Víða séu bæði leiðsögumenn og landverðir duglegir að sparka vörðunum niður, þar sem þeir sjái þær. „Oft á tíðum eru þetta náttúruspjöll því það er verið að taka steina sem eru búnir að vera fastir í aldir, og það er verið að breyta landslagi. Þannig að það getur ekki verið neitt annað en náttúruspjöll.“ Vandamálið sé stærra þar sem ferðamenn séu fleiri. „Laufskálavarða er annar staður, þetta var orðið mikið vandamál á Þingvöllum fyrir nokkrum árum. Þau tóku sig bara til og girtu af svæðið. En það má sjá þetta mjög víða,“ segir Hildur. Ferðamenn hafa jafnvel tekið upp á því að stafla steinum í miðborginni, til að mynda í námunda við Hörpu. Hildur segir ferðamenn virðast telja að þeir séu að skapa einhvers konar listaverk með vörðugerðinni. Það sé þó öðru nær.Vísir/Vésteinn Og það er ekki bara á Íslandi þar sem fólk hefur amast yfir vörðugerðargleði ferðamanna, eins og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að ofan. Hildur segir fátt til ráða, annað en að fræða ferðamenn um hvers kyns ósiður vörðugerðin sé. „Ísland er ekki Disneyland, það er ekki allt leyfilegt hérna.“ Mælirðu með því fyrir fólk sem er að horfa, ef það rekst á þetta, að sparka þessu niður? „Já, kannski ekki að dúndra þessu niður en reyna svona að ímynda sér hvernig steinarnir lágu. Reyna að koma þessu niður á sem náttúrulegastan hátt aftur.“ Í gegnum tíðina hefur nokkuð oft verið fjallað um þetta háttalag ferðamann, íslenskra og erlendra, en fátt virðist þó hafa breyst. Hér að neðan má sjá nokkrar fréttir sem birst hafa á síðustu árum um vörðuglaða ferðamenn. Ferðaþjónusta Umhverfismál Tengdar fréttir Skiptar skoðanir á "listaverkum“ ferðamanna við Hörpu "Þetta er algerlega óþolandi, og verulega hættulegt náttúru og ímynd landsins,“ segir reyndur leiðsögumaður. 17. febrúar 2017 11:27 Skera upp herör gegn ferðamannavörðum Leiðsögumenn segja að vörður sem ferðamenn hlaða séu stórt vandamál í náttúru Íslands. Hópur leiðsögumanna fór á föstudaginn í ferð gagngert til þess að fella vörður, sem þeir kalla raunar vörtur. 21. september 2008 20:44 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Sjá meira
Leiðsögumaður segir áhuga ferðamanna á vörðugerð vera vandamál, og það sé hreint ekki nýtt af nálinni. „Þetta er einhver ótrúleg þörf hjá fólki að skilja eftir, að þau telja, listaverk sem segir „ég var hér,“ segir leiðsögumaðurinn Hildur Þöll Ágústsdóttir. Víða séu bæði leiðsögumenn og landverðir duglegir að sparka vörðunum niður, þar sem þeir sjái þær. „Oft á tíðum eru þetta náttúruspjöll því það er verið að taka steina sem eru búnir að vera fastir í aldir, og það er verið að breyta landslagi. Þannig að það getur ekki verið neitt annað en náttúruspjöll.“ Vandamálið sé stærra þar sem ferðamenn séu fleiri. „Laufskálavarða er annar staður, þetta var orðið mikið vandamál á Þingvöllum fyrir nokkrum árum. Þau tóku sig bara til og girtu af svæðið. En það má sjá þetta mjög víða,“ segir Hildur. Ferðamenn hafa jafnvel tekið upp á því að stafla steinum í miðborginni, til að mynda í námunda við Hörpu. Hildur segir ferðamenn virðast telja að þeir séu að skapa einhvers konar listaverk með vörðugerðinni. Það sé þó öðru nær.Vísir/Vésteinn Og það er ekki bara á Íslandi þar sem fólk hefur amast yfir vörðugerðargleði ferðamanna, eins og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að ofan. Hildur segir fátt til ráða, annað en að fræða ferðamenn um hvers kyns ósiður vörðugerðin sé. „Ísland er ekki Disneyland, það er ekki allt leyfilegt hérna.“ Mælirðu með því fyrir fólk sem er að horfa, ef það rekst á þetta, að sparka þessu niður? „Já, kannski ekki að dúndra þessu niður en reyna svona að ímynda sér hvernig steinarnir lágu. Reyna að koma þessu niður á sem náttúrulegastan hátt aftur.“ Í gegnum tíðina hefur nokkuð oft verið fjallað um þetta háttalag ferðamann, íslenskra og erlendra, en fátt virðist þó hafa breyst. Hér að neðan má sjá nokkrar fréttir sem birst hafa á síðustu árum um vörðuglaða ferðamenn.
Ferðaþjónusta Umhverfismál Tengdar fréttir Skiptar skoðanir á "listaverkum“ ferðamanna við Hörpu "Þetta er algerlega óþolandi, og verulega hættulegt náttúru og ímynd landsins,“ segir reyndur leiðsögumaður. 17. febrúar 2017 11:27 Skera upp herör gegn ferðamannavörðum Leiðsögumenn segja að vörður sem ferðamenn hlaða séu stórt vandamál í náttúru Íslands. Hópur leiðsögumanna fór á föstudaginn í ferð gagngert til þess að fella vörður, sem þeir kalla raunar vörtur. 21. september 2008 20:44 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Sjá meira
Skiptar skoðanir á "listaverkum“ ferðamanna við Hörpu "Þetta er algerlega óþolandi, og verulega hættulegt náttúru og ímynd landsins,“ segir reyndur leiðsögumaður. 17. febrúar 2017 11:27
Skera upp herör gegn ferðamannavörðum Leiðsögumenn segja að vörður sem ferðamenn hlaða séu stórt vandamál í náttúru Íslands. Hópur leiðsögumanna fór á föstudaginn í ferð gagngert til þess að fella vörður, sem þeir kalla raunar vörtur. 21. september 2008 20:44