Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2025 21:00 Ferðamenn virðast löngum hafa haft það áhugamál að stafla steinum hvar sem þeir koma. Vísir/GVA Leiðsögumaður segir ferðamenn ekki átta sig á náttúruspjöllum sem þeir fremji með því að reisa vörður hvar sem þeir koma á landinu. Vörður hafa jafnvel verið reistar í miðborginni, komist ferðamennirnir í nógu marga steina. Leiðsögumaður segir áhuga ferðamanna á vörðugerð vera vandamál, og það sé hreint ekki nýtt af nálinni. „Þetta er einhver ótrúleg þörf hjá fólki að skilja eftir, að þau telja, listaverk sem segir „ég var hér,“ segir leiðsögumaðurinn Hildur Þöll Ágústsdóttir. Víða séu bæði leiðsögumenn og landverðir duglegir að sparka vörðunum niður, þar sem þeir sjái þær. „Oft á tíðum eru þetta náttúruspjöll því það er verið að taka steina sem eru búnir að vera fastir í aldir, og það er verið að breyta landslagi. Þannig að það getur ekki verið neitt annað en náttúruspjöll.“ Vandamálið sé stærra þar sem ferðamenn séu fleiri. „Laufskálavarða er annar staður, þetta var orðið mikið vandamál á Þingvöllum fyrir nokkrum árum. Þau tóku sig bara til og girtu af svæðið. En það má sjá þetta mjög víða,“ segir Hildur. Ferðamenn hafa jafnvel tekið upp á því að stafla steinum í miðborginni, til að mynda í námunda við Hörpu. Hildur segir ferðamenn virðast telja að þeir séu að skapa einhvers konar listaverk með vörðugerðinni. Það sé þó öðru nær.Vísir/Vésteinn Og það er ekki bara á Íslandi þar sem fólk hefur amast yfir vörðugerðargleði ferðamanna, eins og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að ofan. Hildur segir fátt til ráða, annað en að fræða ferðamenn um hvers kyns ósiður vörðugerðin sé. „Ísland er ekki Disneyland, það er ekki allt leyfilegt hérna.“ Mælirðu með því fyrir fólk sem er að horfa, ef það rekst á þetta, að sparka þessu niður? „Já, kannski ekki að dúndra þessu niður en reyna svona að ímynda sér hvernig steinarnir lágu. Reyna að koma þessu niður á sem náttúrulegastan hátt aftur.“ Í gegnum tíðina hefur nokkuð oft verið fjallað um þetta háttalag ferðamann, íslenskra og erlendra, en fátt virðist þó hafa breyst. Hér að neðan má sjá nokkrar fréttir sem birst hafa á síðustu árum um vörðuglaða ferðamenn. Ferðaþjónusta Umhverfismál Tengdar fréttir Skiptar skoðanir á "listaverkum“ ferðamanna við Hörpu "Þetta er algerlega óþolandi, og verulega hættulegt náttúru og ímynd landsins,“ segir reyndur leiðsögumaður. 17. febrúar 2017 11:27 Skera upp herör gegn ferðamannavörðum Leiðsögumenn segja að vörður sem ferðamenn hlaða séu stórt vandamál í náttúru Íslands. Hópur leiðsögumanna fór á föstudaginn í ferð gagngert til þess að fella vörður, sem þeir kalla raunar vörtur. 21. september 2008 20:44 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Sjá meira
Leiðsögumaður segir áhuga ferðamanna á vörðugerð vera vandamál, og það sé hreint ekki nýtt af nálinni. „Þetta er einhver ótrúleg þörf hjá fólki að skilja eftir, að þau telja, listaverk sem segir „ég var hér,“ segir leiðsögumaðurinn Hildur Þöll Ágústsdóttir. Víða séu bæði leiðsögumenn og landverðir duglegir að sparka vörðunum niður, þar sem þeir sjái þær. „Oft á tíðum eru þetta náttúruspjöll því það er verið að taka steina sem eru búnir að vera fastir í aldir, og það er verið að breyta landslagi. Þannig að það getur ekki verið neitt annað en náttúruspjöll.“ Vandamálið sé stærra þar sem ferðamenn séu fleiri. „Laufskálavarða er annar staður, þetta var orðið mikið vandamál á Þingvöllum fyrir nokkrum árum. Þau tóku sig bara til og girtu af svæðið. En það má sjá þetta mjög víða,“ segir Hildur. Ferðamenn hafa jafnvel tekið upp á því að stafla steinum í miðborginni, til að mynda í námunda við Hörpu. Hildur segir ferðamenn virðast telja að þeir séu að skapa einhvers konar listaverk með vörðugerðinni. Það sé þó öðru nær.Vísir/Vésteinn Og það er ekki bara á Íslandi þar sem fólk hefur amast yfir vörðugerðargleði ferðamanna, eins og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að ofan. Hildur segir fátt til ráða, annað en að fræða ferðamenn um hvers kyns ósiður vörðugerðin sé. „Ísland er ekki Disneyland, það er ekki allt leyfilegt hérna.“ Mælirðu með því fyrir fólk sem er að horfa, ef það rekst á þetta, að sparka þessu niður? „Já, kannski ekki að dúndra þessu niður en reyna svona að ímynda sér hvernig steinarnir lágu. Reyna að koma þessu niður á sem náttúrulegastan hátt aftur.“ Í gegnum tíðina hefur nokkuð oft verið fjallað um þetta háttalag ferðamann, íslenskra og erlendra, en fátt virðist þó hafa breyst. Hér að neðan má sjá nokkrar fréttir sem birst hafa á síðustu árum um vörðuglaða ferðamenn.
Ferðaþjónusta Umhverfismál Tengdar fréttir Skiptar skoðanir á "listaverkum“ ferðamanna við Hörpu "Þetta er algerlega óþolandi, og verulega hættulegt náttúru og ímynd landsins,“ segir reyndur leiðsögumaður. 17. febrúar 2017 11:27 Skera upp herör gegn ferðamannavörðum Leiðsögumenn segja að vörður sem ferðamenn hlaða séu stórt vandamál í náttúru Íslands. Hópur leiðsögumanna fór á föstudaginn í ferð gagngert til þess að fella vörður, sem þeir kalla raunar vörtur. 21. september 2008 20:44 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Sjá meira
Skiptar skoðanir á "listaverkum“ ferðamanna við Hörpu "Þetta er algerlega óþolandi, og verulega hættulegt náttúru og ímynd landsins,“ segir reyndur leiðsögumaður. 17. febrúar 2017 11:27
Skera upp herör gegn ferðamannavörðum Leiðsögumenn segja að vörður sem ferðamenn hlaða séu stórt vandamál í náttúru Íslands. Hópur leiðsögumanna fór á föstudaginn í ferð gagngert til þess að fella vörður, sem þeir kalla raunar vörtur. 21. september 2008 20:44