Erlent

Virkar ekki sem skyldi

Stundum eru peningarnir notaðir til að kaupa stóra jeppa og pallbíla. Mynd/AP
Stundum eru peningarnir notaðir til að kaupa stóra jeppa og pallbíla. Mynd/AP

Bandaríkjastjórn hefur undanfarið boðið eigendum gamalla bílskrjóða að skila þeim til förgunar en fá í staðinn peninga til að kaupa sér nýja eyðsluminni bifreið fyrir.

Ekki er þó víst að þessi framkvæmd skili tilætluðum árangri í öllum tilvikum. Dæmi eru til þess að eigendur skrjóðanna noti peningana til þess að kaupa sér stóra jeppa og pallbíla, sem engan veginn geta talist annað en eyðslufrekir á eldsneyti.

Stjórnvöld hafa enn ekki gefið upp tölur um hve margir hafa notað peningana á þennan hátt, frekar en að kaupa sér litla sparneytna bíla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×