Erlent

Argentínskur hershöfðingi í lífstíðarfangelsi

Herforingjastjórn Galtieris hershöfðingja í Argentínu var illræmd.
Herforingjastjórn Galtieris hershöfðingja í Argentínu var illræmd.

Fyrrverandi hershöfðingi í her Argentínu hefur verið dæmdur í lífsstíðarfangelsi fyrir þáttöku sína í skítuga stríðinu svokallaða. Santiago Omar Riveras, sem nú er 86 ára gamall, var yfirmaður illræmds gæsluvarðhaldsfangelsis í Buenos Aires á tímum herforingjastjórnarinnar í Argentíu á áttunda og níunda áratugi síðustu aldar.

Riveras var í gær sakfelldur fyrir aðild sína að morði á fimmtán ára gömlum dreng sem var meðlimur í ungliðadeild kommúnistaflokksins í landinu en hann var pyntaður til dauða árið 1976. Um 30 þúsund manns eru sagðir hafa horfið sporlaust á þessu svartasta tímabili í sögu Argentínu en ástandið varði frá árinu 1976 til 1983. Annar háttsettur foringi og félagi Riveros var í gær dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu og fjórir aðrir yfirmenn úr fangelsinu voru einnig dæmdir í átta til 18 ára fangelsi.

Riveros var fyrstu dæmdur fyrir morðið árið 1985 en Carlos Menem þáverandi forseti landsins náðaði hann fjórum árum síðar. Hæstiréttur ógilti síðar náðunina og því var hægt að rétta yfir Riveros á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×