Erlent

Ísland tilbúið að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Burma

Óli Tynes skrifar
Friðarverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi.
Friðarverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi.

Utanríkisráðherra segir að ríkisstjórnin sé meira en tilbúin til þess að taka þátt í alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Burma. Aung San Suu Kyi hefur enn einu sinni verið dæmd til fangelsisvistar.

Það er hjákátlegt, en orðum hlaðnir hershöfðingjarnir í Burma eru ekki jafn hræddir við neitt og smávaxna sextíu og fjögurra ára gamla konu sem boðar frið og kærleika.

Aung San Suu Kyi var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir þær sakir að bandarískur maður synti yfir síki að heimili hennar, þar sem hún hefur setið í stofufangelsi í sextán ár af síðustu tuttugu. Herforingjastjórnin breytti dóminum í eins og hálfs árs stofufangelsi.

Fangavist Aung San hófst eftir að flokkur hennar vann stórsigur í kosningum árið 1990. Herforingjastjórnin ógilti kosningar og hóf ofsóknir á hendur henni.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er ómyrkur í máli um þennan nýjasta gjörning herforingjastjórnarinnar.

Aung San Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og fjölda annarra viðurkenninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×