Erlent

700 sluppu undan skriðum á Tævan

Mynd/AP
Um 700 manns sem saknað hefur verið á Tævan frá því fellibylurinn Morakot gekk þar yfir hafa fundist á lífi að því er yfirmenn hersins á eyjunni segja. Á meðal þeirra sem fundist hafa á lífi eru 200 íbúar þorpsins Shiaolin sem fór bókstaflega á kaf í gríðarlegum aurskriðum sem féllu í kjölfar bylsins. Að minnsta kosti 60 eru látnir en óttast er að íbúar í um það bil hundrað húsum í Shiaolin hafi grafist undir skriðunum. Ekkert hefur enn til þeirra spurst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×