Erlent

Costa Rica: Forsetinn með svínaflensu

Oscar Arias.
Oscar Arias. Mynd/AP

Forseti Costa Rica hefur greinst með Svínaflensu og er sennilegast fyrsti þjóðhöfðinginn til þess að greinast með sjúkdóminn sem nú fer eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Oscar Arias veiktist á sunnudag og í gær staðfestu læknar hans að hann væri smitaður af H1N1 veirunni.

Um 700 manns hafa smitast af veirunni í landinu og 27 eru sagðir hafa látist. Læknar segja að forsetinn sé ekki alvarlega veikur og er búist við því að hann snúi aftur til vinnu í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×