Erlent

Starfsmenn Rio Tinto ákærðir í Kína

Mynd/AP
Mynd/AP
Kínversk lögregluyfirvöld hafa nú formlega handtekið og ákært fjóra starfsmenn alþjóðlega námu- og álrisans Rio Tinto í Kína. Fyrirtækið á og rekur álver og námur víða um heim, þar á meðal álverið í Straumsvík.

Starfsmenn fyrirtækisins í Kína eru grunaðir um iðnaðarnjósnir og fyrir að hafa þegið mútur. Mennirnir hafa verið í gæsluvarðhaldi frá því í byrjun júlí. Um er að ræða einn Ástrala og þrjá Kínverja.

Málið hefur verið að gerjast um nokkurn tíma og hafa ásakanir um óheiðarlega viðskiptahætti gengið á milli fyrirtækisins og kínverskra yfirvalda. Í yfirlýsingu frá Rio Tinto sem send var út í morgun segir að félagið standi fyllilega að baki starfsmönnum sínum og að ásakanir kínverskra yfirvalda séu algerlega úr lausu lofti gripnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×