Erlent

Átök Breta og Hollendinga

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Fótboltabullur geta verið til vansa.
Fótboltabullur geta verið til vansa.
Fimmtán manns voru handteknir fyrir slagsmál áður en vináttuleikur breska landsliðsins í fótbolta við Hollendinga hófst í kvöld. Fótboltabullunum lenti saman með fremur ofbeldisfullum hætti í miðbæ Amsterdam í dag.

Það mun þó ekki liggja ljóst fyrir hvort slagsmálin voru milli Englendinga og Hollendinga, eða hvort um áhangendur mismunandi hollenskra liða var að ræða, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá.

Haft er eftir vitni að lögreglumaður á hestbaki hafi þó þurft að hafa afskipti af hóp breta.

Fyrstu fregnir af slagsmálunum benda ekki til þess að þau hafi valdið alvarlegum meiðslum, enda hafi lögregla verið fljót til að skakka leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×