Erlent

Tævan: Óttast að mörg hundruð hafi farist

MYND/AP

Yfirvöld í Tævan áætla nú að 390 manns hafi farist þegar aurskriða féll á þorpið Shiaolin um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta skipti sem stjórnvöld tjá sig um tölu látinna í þorpinu en fyrst óttuðust menn að um 700 manns hefðu grafist undir þegar skriðan sópaði þorpinu bókstaflega í burtu.

Þúsundir eru enn strandaglópar víðs vegar um eyjuna eftir að fellibylurinn Morakot gekk þar yfir. Hann olli verstu flóðum á Tævan í hálfa öld og staðfest dauðsföll af völdum hans eru 117.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×