Erlent

Clinton fordæmir nauðganir í Lýðveldinu Kongó

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Hillary Clinton.
Hillary Clinton. Mynd/AP
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fordæmdi nauðgangir í Lýðveldinu Kongó þegar hún heimsótti flóttamannabúðir í austurhluta landsins í dag. Samkvæmt frétt BBC eru kynferðisbrotamenn í landinu oftast nær ekki sóttir til saka fyrir níðingsverk sín. Þá hefur tíðni kynferðisglæpa aukist mikið frá því í janúar.

Nauðganir og aðrir kynferðisglæpir eru afar algengir í hinu stríðshrjáða landi og telja Sameinuðu þjóðirnar að 3500 konum hafi verið nauðgað í landinu það sem af er ári. Fram kemur í skýrslum að karlar eru einnig fórnarlömb þessara kynferðisglæpa.

Hillary er á ferð um Afríku og hefur meðal annars heimsótt Angóla og Suður-Afríku auk Lýðveldið Kongó. Hún hefur lagt áherslu á málefni kvenna og ofbeldi sem beinist gegn þeim.

Ráðherrann fundaði með Joseph Kabila, forseta landsins, í dag og lagði áherslu á nauðsyn þess að kynferðisbrotamenn verði sóttir til saka fyrir glæpi sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×