Erlent

Níutíu ára gamall nasisti dæmdur í lífstíðarfangelsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Josef Scheungraber var dæmdur í lífstíðarfangelsi á þriðjudaginn. Mynd/ AFP.
Josef Scheungraber var dæmdur í lífstíðarfangelsi á þriðjudaginn. Mynd/ AFP.
Fyrrverandi yfirmaður í þýska hernum, Josef Scheungraber, var dæmdur í lífstíðarfangelsi síðastliðinn þriðjudag fyrir morð á óbreyttum borgurum á Ítalíu í Seinni heimsstyrjöldinni.

Scheungraber, sem er nítíu ára gamall, var dæmdur fyrir fjórtán morð sem voru framin í júní 1944 eða fyrir 65 árum síðan, eftir því sem fram kemur í Jyllands Posten. Samkvæmt ákæru skipaði Scheungraber fyrir um að fjórir menn skyldu teknir af lífi og sprengdi svo byggingu sem varð 10 manns að bana. Einungis einn maður í byggingunni lifði af sprengjutilræðið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×