Erlent

Þvinguðu þroskahefta til að slást

Bandarískir miðlar hafa líkt málinu við myndina Fight Club.
Bandarískir miðlar hafa líkt málinu við myndina Fight Club.
Sjö fyrrverandi starfsmenn í skóla fyrir þroskahefta í Texas er nú fyrir rétti í ríkinu en þeir eru  ákærðir fyrir að skipuleggja slagsmál á milli nemenda skólans. Málið komst upp þegar lögregla fann síma eins starfsmannsins með yfir tuttugu myndböndum sem sýndu nemendur að berja á hvorum öðrum. Málið hefur vakið mikla athygli í  Texas en á myndunum sjást starfsmennirnir þvinga nemendurna til þess að slást.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×