Erlent

Eunice Kennedy Shriver er látin

Eunice Kennedy Shriver.
Eunice Kennedy Shriver. MYND/AP

Eunice Kennedy Shriver, systir forsetans fyrrverandi Johns F. Kennedy og móðir Maríu Shriver eiginkonu Arnolds Schwartzneggers er látin, 88 ára að aldri. Shriver var fædd árið 1921 og var sú fimmta í röð níu systkina.

Shriver átti frumkvæðið að því að koma Special Olympics, eða Ólympíuleikum þroskaheftra á laggirnar fyrir fjörutíu árum síðan. Systir Eunice, Rosemary, var andlega fötluð og sagði Shriver að samband hennar við systur sína hafi orðið henni innblástur þegar hún fékk hugmyndina að leikunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×