Endurnýjun í forystu Fatah 13. ágúst 2009 05:00 Marwan Barghouti Mikil endurnýjun hefur orðið í miðstjórn palestínsku Fatah-samtakanna eftir nýafstaðnar kosningar, þær fyrstu innan samtakanna síðan 1989. Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, var einróma endurkjörinn formaður samtakanna, en hann hefur verið við völd frá því að Jasser Arafat, stofnandi Fatah, lést árið 2004. Alls sitja nítján manns í miðstjórn samtakanna, en fimmtán nýir stjórnarmenn voru kjörnir og héldu því aðeins þrír núverandi meðlimir flokksins stöðu sinni. Miklar vonir eru bundnar við nýju leiðtogana, en þar á meðal eru Jibril Rajoub, 56 ára, sem vann náið með Arafat á árum áður, og hernaðarleiðtoginn Marwan Barghouti, sem er fimmtugur. Hann afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm í Ísrael en er talinn líklegur framtíðarleiðtogi flokksins. Barghouti átti áður fyrr í reglulegum samskiptum við ísraelska friðarsinna og lýsti yfir vilja til að fallast á málamiðlanir. Eftir að Palestínumenn hófu nýja uppreisn árið 2000 varð tónn hans gagnvart Ísrael þó herskárri. Undanfarið hefur hann hafnað því að friðarviðræður við Ísrael hefjist á ný nema Ísraelar hætti fyrst öllum framkvæmdum á landtökusvæðum, heiti því að frelsa alla palestínska fanga og fallist á brotthvarf frá herteknu svæðunum. Flest atkvæði fékk þó gamall félagi Arafats, Mohammed Ghneim, sem býr í útlegð í Túnis. „Þessar kosningar skapa grunninn að nýrri framtíð samtakanna, nýjum tíma lýðræðis,“ sagði Mohammed Dahlan, einn hinna nýkjörnu leiðtoga. Fatah-samtökin hafa undanfarna áratugi verið stærstu stjórnmálasamtök Palestínumanna. Þau hafa þó misst töluvert fylgi undanfarin ár og hefur spilling veikt stöðu flokksins, en frá því að Hamas, samtök herskárra múslima, komust til valda á Gasasvæðinu árið 2007 hafa völd Fatah verið bundin við Vesturbakkann. Talið er að Bandaríkjastjórn muni innan fárra vikna kynna nýjar tillögur sínar um friðarsamninga. Ný stjórn Fatah vekur nú von margra um að þær tillögur fái frekari hljómgrunn meðal liðsmanna samtakanna. Erfiðara gæti hins vegar reynst að sannfæra ráðamenn í Ísrael, sem haldnir eru djúpstæðri tortryggni gagnvart Palestínumönnum. Herská afstaða Hamas-samtakanna á Gasa þykir einnig ólíkleg til að breytast meðan Ísraelar gefa ekkert eftir. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Mikil endurnýjun hefur orðið í miðstjórn palestínsku Fatah-samtakanna eftir nýafstaðnar kosningar, þær fyrstu innan samtakanna síðan 1989. Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, var einróma endurkjörinn formaður samtakanna, en hann hefur verið við völd frá því að Jasser Arafat, stofnandi Fatah, lést árið 2004. Alls sitja nítján manns í miðstjórn samtakanna, en fimmtán nýir stjórnarmenn voru kjörnir og héldu því aðeins þrír núverandi meðlimir flokksins stöðu sinni. Miklar vonir eru bundnar við nýju leiðtogana, en þar á meðal eru Jibril Rajoub, 56 ára, sem vann náið með Arafat á árum áður, og hernaðarleiðtoginn Marwan Barghouti, sem er fimmtugur. Hann afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm í Ísrael en er talinn líklegur framtíðarleiðtogi flokksins. Barghouti átti áður fyrr í reglulegum samskiptum við ísraelska friðarsinna og lýsti yfir vilja til að fallast á málamiðlanir. Eftir að Palestínumenn hófu nýja uppreisn árið 2000 varð tónn hans gagnvart Ísrael þó herskárri. Undanfarið hefur hann hafnað því að friðarviðræður við Ísrael hefjist á ný nema Ísraelar hætti fyrst öllum framkvæmdum á landtökusvæðum, heiti því að frelsa alla palestínska fanga og fallist á brotthvarf frá herteknu svæðunum. Flest atkvæði fékk þó gamall félagi Arafats, Mohammed Ghneim, sem býr í útlegð í Túnis. „Þessar kosningar skapa grunninn að nýrri framtíð samtakanna, nýjum tíma lýðræðis,“ sagði Mohammed Dahlan, einn hinna nýkjörnu leiðtoga. Fatah-samtökin hafa undanfarna áratugi verið stærstu stjórnmálasamtök Palestínumanna. Þau hafa þó misst töluvert fylgi undanfarin ár og hefur spilling veikt stöðu flokksins, en frá því að Hamas, samtök herskárra múslima, komust til valda á Gasasvæðinu árið 2007 hafa völd Fatah verið bundin við Vesturbakkann. Talið er að Bandaríkjastjórn muni innan fárra vikna kynna nýjar tillögur sínar um friðarsamninga. Ný stjórn Fatah vekur nú von margra um að þær tillögur fái frekari hljómgrunn meðal liðsmanna samtakanna. Erfiðara gæti hins vegar reynst að sannfæra ráðamenn í Ísrael, sem haldnir eru djúpstæðri tortryggni gagnvart Palestínumönnum. Herská afstaða Hamas-samtakanna á Gasa þykir einnig ólíkleg til að breytast meðan Ísraelar gefa ekkert eftir.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira