Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 23:19 Konráð Guðjónsson er fyrrum efnahagsráðgjafi ríkissjórnarinnar og aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm/Ívar Fannar Fimmtán prósenta tollar á mestöllum útflutningi til Bandaríkjanna taka gildi á morgun og enn er óljóst hvort verndartollar verði lagðir á útflutning á járnblendi til Evrópusambandsins. Hagfræðingur segir Ísland sleppa vel en að tollarnir gætu haft áhrif á hagsæld okkar til lengri tíma. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti hækkunum tolla á útflutningsvörur til Bandaríkjanna sem miklum vonbrigðum í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. Stjórnvöld hafi ekki enn hafið formlegar viðræður við bandarísk yfirvöld þeirra vegna en að þrýst sé á um að þær hefjist sem fyrst. Hún segir breyttan veruleika blasa við í alþjóðaviðskiptum og að þjóðir heimsins séu að fóta sig í nýjum heimi. Vöruútflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna frá árinu 2020 og til dagsins í dag nema tæplega 430 milljörðum króna og því er ljóst að mikið sé undir. Til samanburðar nemur kostnaður við byggingu nýs Landspítala 211 milljörðum króna. Til allrar luku eru lyf, lækningavörur og þjónusta enn sem komið er undanþegin tollum en Ísland flytur talsvert út af lyfjum vestur um haf. Munar um útflutningstekjurnar Konráð Guðjónsson hagfræðingur segir áhrif tollahækkananna margvísleg. Íslensk fyrirtæki sem stundi útflutning til Bandaríkjanna standi verr en áður og gætu þurft að sætta sig við lægra verðlag. Það geti komið til með að hafa áhrif á afkomu þeirra og þannig mögulega störf og almenna hagsæld á Íslandi. „Þetta skerðir mögulega kaupmátt okkar ef áhrifin á útflutning verða það mikil,“ segir hann. Hann segir þó að, eins og það horfir við okkur í dag, sé ekki tilefni til stórtækra áhyggna. Hagkerfið í heild sinni sé ekki í stórkostlegri hættu þó tollarnir geti komið ansi illa niður á ákveðnum geirum eða fyrirtækjum. „Maður hefur kannski meiri áhyggjur gagnvart Bandaríkjunum ef þeir fara að setja á lyfjaiðnaðinn því hátt í helmingur af því sem við flytjum út til Bandaríkjanna í vörum eru lyf og lækningavörur og það skiptir okkur gríðarlegu máli,“ segir Konráð. „Svo er líka alvarlegt ef það verða settir tollar á kísiljárn sem við erum að flytja út fyrir einhverja 25 milljarða samtals á ári. Það munar um slíkar útflutningstekjur,“ segir hann. Sleppum vel Eins og þeir sem eru að flytja út fisk. Það er settur tollur á fisk, þurfa þeir þá að lækka verðið, minnkar salan talsvert? „Í raun getur allt af þessu gerst. En það sem hjálpar okkur, því maður leyfir sér alltaf að vera smábjartsýnn í leiðinni þó heilt yfir séu áhrif af tollum eiginlega undantekningalaust neikvæð. En það sem er kannski kosturinn við þetta er að við erum að sleppa nokkuð vel frá tollunum gagnvart Bandaríkjunum miðað við margar aðrar þjóðir þó að við séum mjög útflutningsdrifin þjóð,“ segir Konráð. Sjá einnig: Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Yrði ástandið verra fyrir neytendur ef við færum að setja tolla á bandarískar vörur? „Ég ætla að vona að við séum ekki á leiðinni þangað. Það myndi náttúrlega þýða það að vöruverð á því sem við flytjum inn, það er allt innflutt, að það geti hækkað,“ segir hann. „Hagfræðingar eru sammála um fátt en það eina sem við erum nánast allir sammála um sé að tollar séu almennt skaðlegirog mjög ópraktísk nálgun til að vinna gegn einhverjum hagsmunum eða sækja tekjur til ríkissjóðs,“ segir Konráð Guðjónsson hagfræðingur. Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti hækkunum tolla á útflutningsvörur til Bandaríkjanna sem miklum vonbrigðum í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. Stjórnvöld hafi ekki enn hafið formlegar viðræður við bandarísk yfirvöld þeirra vegna en að þrýst sé á um að þær hefjist sem fyrst. Hún segir breyttan veruleika blasa við í alþjóðaviðskiptum og að þjóðir heimsins séu að fóta sig í nýjum heimi. Vöruútflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna frá árinu 2020 og til dagsins í dag nema tæplega 430 milljörðum króna og því er ljóst að mikið sé undir. Til samanburðar nemur kostnaður við byggingu nýs Landspítala 211 milljörðum króna. Til allrar luku eru lyf, lækningavörur og þjónusta enn sem komið er undanþegin tollum en Ísland flytur talsvert út af lyfjum vestur um haf. Munar um útflutningstekjurnar Konráð Guðjónsson hagfræðingur segir áhrif tollahækkananna margvísleg. Íslensk fyrirtæki sem stundi útflutning til Bandaríkjanna standi verr en áður og gætu þurft að sætta sig við lægra verðlag. Það geti komið til með að hafa áhrif á afkomu þeirra og þannig mögulega störf og almenna hagsæld á Íslandi. „Þetta skerðir mögulega kaupmátt okkar ef áhrifin á útflutning verða það mikil,“ segir hann. Hann segir þó að, eins og það horfir við okkur í dag, sé ekki tilefni til stórtækra áhyggna. Hagkerfið í heild sinni sé ekki í stórkostlegri hættu þó tollarnir geti komið ansi illa niður á ákveðnum geirum eða fyrirtækjum. „Maður hefur kannski meiri áhyggjur gagnvart Bandaríkjunum ef þeir fara að setja á lyfjaiðnaðinn því hátt í helmingur af því sem við flytjum út til Bandaríkjanna í vörum eru lyf og lækningavörur og það skiptir okkur gríðarlegu máli,“ segir Konráð. „Svo er líka alvarlegt ef það verða settir tollar á kísiljárn sem við erum að flytja út fyrir einhverja 25 milljarða samtals á ári. Það munar um slíkar útflutningstekjur,“ segir hann. Sleppum vel Eins og þeir sem eru að flytja út fisk. Það er settur tollur á fisk, þurfa þeir þá að lækka verðið, minnkar salan talsvert? „Í raun getur allt af þessu gerst. En það sem hjálpar okkur, því maður leyfir sér alltaf að vera smábjartsýnn í leiðinni þó heilt yfir séu áhrif af tollum eiginlega undantekningalaust neikvæð. En það sem er kannski kosturinn við þetta er að við erum að sleppa nokkuð vel frá tollunum gagnvart Bandaríkjunum miðað við margar aðrar þjóðir þó að við séum mjög útflutningsdrifin þjóð,“ segir Konráð. Sjá einnig: Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Yrði ástandið verra fyrir neytendur ef við færum að setja tolla á bandarískar vörur? „Ég ætla að vona að við séum ekki á leiðinni þangað. Það myndi náttúrlega þýða það að vöruverð á því sem við flytjum inn, það er allt innflutt, að það geti hækkað,“ segir hann. „Hagfræðingar eru sammála um fátt en það eina sem við erum nánast allir sammála um sé að tollar séu almennt skaðlegirog mjög ópraktísk nálgun til að vinna gegn einhverjum hagsmunum eða sækja tekjur til ríkissjóðs,“ segir Konráð Guðjónsson hagfræðingur.
Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira