Erlent

Sakaði Kínverja um kúgun

Kínverski lýðræðissinninn er ekki í miklu uppáhaldi hjá yfirvöldum heima fyrir.
Kínverski lýðræðissinninn er ekki í miklu uppáhaldi hjá yfirvöldum heima fyrir.

Kínverski lýðræðis-sinninn Rebiya Kadeer hefur sakað kínversk stjórnvöld um að notfæra sér styrkleika sinn á efnahagssviðinu til að draga úr alþjóðlegri gagnrýni á stefnu sína í mannréttindamálum.

Kadeer hélt ræðu á vegum landssamtaka fjölmiðla í Canberra, höfuðborg Ástralíu, þrátt fyrir mótmæli kínversks erindreka í landinu sem vildi ekki að hún stigi í pontu.

Í ræðu sinni þakkaði Kadeer samtökunum fyrir að láta hótanir Kínverja sem vind um eyru þjóta og einnig Áströlum fyrir að veita henni landvistarleyfi þrátt fyrir gífurlegan þrýsting frá Kína um að hleypa henni ekki inn í landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×