Erlent

Pyntingastjóri Pol Pot biður um hörðustu refsingu

Allt að sextán þúsund manns voru pyntaðir og síðan myrtir í fangelsinu sem hann stjórnaði. Mynd/AP
Allt að sextán þúsund manns voru pyntaðir og síðan myrtir í fangelsinu sem hann stjórnaði. Mynd/AP

Kaing Guek Eav, fyrrverandi fangelsisstjóri í alræmdasta fangelsi ógnarstjórnar Pol Pot í Kambódíu, krefst þess að fá þyngstu refsingu fyrir glæpi sína.

Duch, eins og hann er jafnan nefndur, sagðist fyrir dómi í gær viðurkenna að kambódíska þjóðin hefði orðið fyrir óheyrilegum þjáningum og sorg af völdum stjórnar Rauðu kmeranna á árunum 1975-79.

„Ég vil að kambódíska þjóðin dæmi mig til þyngstu refsingar.“

Nú standa yfir stríðsglæparéttarhöld yfir fimm af helstu leiðtogum Rauðu kmeranna, en einungis Duch hefur viðurkennt glæpi sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×