Fleiri fréttir

Sjálfsvígsvarnir á brautarpöllum í S-Kóreu

Alþekkt er að sjálfsvígum fjölgar þegar skórinn tekur að kreppa efnahagslega og Asíubúar finna nú fyrir þeirri tölfræði sem aldrei fyrr. Í Suður-Kóreu og Japan er hæst tíðni sjálfsvíga í þróuðum löndum, um 24 á hverja 100.000 íbúa.

Fá peninga og vopn fyrir að passa hverfið

Unglingar fá greitt í peningum og skotvopnum fyrir að sinna eins konar varðstöðu í hverfinu Norðurbrú í Kaupmannahöfn en þar geisar hálfgerð styrjöld milli vélhjólasamtakanna Vítisengla og innflytjendaklíka sem vilja hafa töglin og hagldirnar á fíkniefnamarkaði hverfisins.

Straw bannar upptöku af ríkisstjórnarfundi

Breski dómsmálaráðherrann Jack Straw hefur bannað að nokkurra mínútna upptaka af ríkisstjórnarfundi árið 2003, þar sem ráðherrarnir ræða um þátttöku Bretlands í innrásinni í Írak, verði gerð opinber. Segir ráðherrann að það sem ráðherrunum fór á milli sé hreinlega hættulegt lýðræðinu.

Sjö særðir eftir skotárás í New Orleans

Sjö manns, þar af tæplega tveggja ára gamalt barn, særðust þegar tveir menn, 18 og 19 ára gamlir, hófu skothríð í sprengidagsskrúðgöngu í New Orleans í gærdag. Barnið er ekki alvarlega slasað en byssukúla straukst við það.

Breskir sparifjáreigendur tæma reikningana

Breskir sparifjáreigendur telja fé sínu betur varið annars staðar en í bönkum eftir að stýrivextir Englandsbanka voru lækkaðir úr fimm prósentum niður í eitt frá miðju síðasta ári.

Stórbruni í Kínahverfinu á Manhattan

Slökkviliðsmenn í New York berjast nú við mikinn eldsvoða í sex hæða húsi í Kínahverfi borgarinnar. Að minnsta kosti einn hefur látist í brunanum og 28 manns eru slasaðir.

Guantanamo í samræmi við Genfarsáttmálann

Bandaríkjaher segir að aðbúnaður og meðferð fanga í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu sé í samræmi við ákvæði Genfarsáttmálans. Obama Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að búðunum skuli lokað innan árs. Einum Guantanamofanga var sleppt í gær og hann sendur til Bretlands.

Óttast fyrirætlanir Norður-Kóreu

Norður-Kóreumenn ætla að skjóta gervihnetti á sporbaug um jörðu. Þetta tilkynntu ráðamenn í Pjongjang í morgun. Nágrannaríki Norður-Kóreu og vesturveldin óttast að ekki verði um gervihnött að ræða þegar að skotinu kemur heldur prófanir á langdrægri eldflaug.

Meintur 14 barna faðir vill DNA-próf

Fyrrverandi kærasti konunnar, sem eignaðist áttbura í lok janúar, segist hugsanlega vera faðir 14 barna hennar og fer fram á faðernispróf.

Segjast vinna að gervihnetti

Norður-Kóreumenn tilkynntu í morgun að þeir undirbyggju að skjóta upp gervihnetti frá norðausturströnd landsins.

Meira en 500 handteknir í vændisaðgerð

Meira en 500 manns voru handteknir þegar bandaríska alríkislögreglan lét til skarar skríða í stóraðgerð sem átti sér stað í 29 bandarískum borgum samtímis í gær. Aðgerðinni var stefnt gegn barnavændi og voru 48 börn undir lögaldri tekin í gæslu lögreglu á þeim stöðum sem leitin náði til.

Danska lögreglan lagði hald á tvöfalt fleiri vopn

Vopnasérfræðingar dönsku lögreglunnar lögðu hald á tvöfalt fleiri vopn árið 2008 en árið 2007. Um það bil helmingur af vopnunum koma frá Balkanskaga og Austur - Evrópu en lögreglan hefur ekki hugmynd um það hvernig skotvopnunum er smyglað inn í landið.

Barnalíknarsamtök enn á hrakhólum vegna Kaupþings

Stjórnendur breskra líknarsamtaka fyrir börn sem hafði lagt 5,7 milljónir sterlingspunda inn á Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi segja að breska ríkið ætli að skilja heimilið eftir úti í kuldanum.

Vilja vopnasölubann til Ísrael og Palestínu

Alþjóðlegu mannréttindarsamtökin, Amnesty International, vilja að Sameinuðu þjóðirnar setji á vopnasölubann til Ísrael og Palestínu. Samtökin saka Hamasliða og Ísraelsmenn um notkun vopna sem beinast fyrst og fremst að saklausum borgurum.

Hákarlsárásum fækkar í kreppunni

Það er óhætt að halda því fram að þrengingar í hagkerfum heimsins komi víða fram, svo víða að jafnvel árásum hákarla á fólk hefur fækkað umtalsvert og hafa skráðar árásir ekki verið færri í hálfan áratug en þær voru í fyrra en þá voru þær 59 miðað við 71 árið 2007.

Nýjasta tilraun Browns ber merki um örvæntingu

Fimm hundruð milljarða punda björgunarpakki til handa breskum bönkum er nýjasta útspil breska forsætisráðherrans Gordons Brown og talar dagblaðið Telegraph um örvæntingarfulla tilraun til að bjarga hagkerfinu, en það greinir frá því að Brown muni kynna þessa björgunaráætlun sína í þessari viku.

Sluppu úr fangelsi með aðstoð þyrlu

Tveimur hættulegum stórglæpamönnum tókst að flýja úr fangelsi í Aþenu, höfuðborg Grikklands, í gær með því að láta þyrlu sækja sig á þak fangelsisins. Þetta er í annað sinn sem mönnunum tekst að flýja úr fangavist með aðstoð þyrlu. Annar mannanna er Grikki en hinn er Albani. Hlutu þeir dóma sína meðal annars fyrir vopnuð rán og mannrán.

Harðbannað að taka ljósmyndir

Ferðamenn í Bretlandi þurfa að gæta sín sérstaklega framvegis að taka ekki ljósmyndir af lögregluþjónum, sem þeir kynnu að rekast á á förnum vegi.

Vilja refsiaðgerðir fyrir skattaskjólin

Herða þarf reglur og eftirlit með fjármálakerfi heimsins, þar með talið vogunarsjóðum, og með þeim fjárfestum sem þar starfa, að mati leiðtoga nokkurra helstu Evrópuríkja, sem funduðu í Berlín í gær.

Í það minnsta 74 taldir af

Að minnsta kosti 74 námaverkamenn voru í gær taldir af eftir að gassprenging varð í kolanámu í borginni Gujiao í norðurhluta Kína í gær. Öryggismál höfðu fram að slysinu verið í góðu lagi hjá námunni. Talið er að 436 námaverkamenn hafi verið í námunni þegar sprengingin varð. Í það minnsta 114 slösuðust í sprengingunni. Einhverjir lokuðust inni í námunni, en þeim hafði öllum verið bjargað í gærkvöldi. Ástand öryggismála í kínverskum námum hefur sætt harðri gagnrýni undanfarið og hafa kínversk stjórnvöld ítrekað lofað úrbótum.- bj

Von úr ösku örvæntingar

„Við rísum saman með von úr ösku örvæntingarinnar,“ sagði Kevin Rudd, forsætis­ráðherra Ástralíu, þegar hann minntist fórnarlamba gríðarlegra skógarelda í landinu undanfarið.

Þingmenn evrópráðsins geta fengið eina milljón punda fyrir störf sín

Þingmenn Evrópuráðsins þéna allt að eina milljón punda, sem þeir fá greitt frá skattgreiðendum í formi aukakostnaðar, yfir eitt kjörtímabil sem eru fimm ár. Þetta kemur fram á vef Telegraph í kvöld. Þetta kom í ljós eftir að 92 blaðsíðna skýrslu var lekið í fjölmiðla. Efni hennar fer vandlega yfir aukakostnað þingmannanna.

Vísir sýnir beint frá rauða dreglinum í nótt

Vísir sýnir beint frá rauða dreglinum fyrir framan Kodak leikhúsið í Hollywood í kvöld þar sem allar helstu kvikmyndastjörnur samtíðarinnar koma saman í tilefni Óskarsverðlaunanna. Hver stjarnan á fætur annari mætir á svæðið til þess að sýna sig og sjá aðra. Útsending hefst á miðnætti og henni lýkur klukkutíma síðar.

Sómalskir sjóræningjar ræna grísku flutningaskipi

Fréttamaður BBC, Jonah Fisher, sem er staddur í herskipi undan ströndum Sómalíu, segir á vef breska ríkisútvarpsins að sómalskir sjóræningjar hafi rænt enn einu skipinu. Um er að ræða flutningaskip í eigu Grikkja. Sjóræningjarnir eiga að hafa haft samband við breska herskipið þar sem þeir sögðu þeim að halda sig í burtu.

Brown heimsækir Barack

Forsætiráðherra Bretlands, Gordon Brown, mun heimsækja forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, þann þriðja mars. Það er þá í fyrsta sinn sem þeir tveir hittast eftir að Obama var kosinn forseti Bandaríkjanna á síðasta ári.

Tamil tígrar ráðast á Colombo

Tvær flugvélar Tamíl tígra gerðu loftárás á Colombo höfuðborg Sri Lanka seint í gærkvöldi. Þær voru báðar skotnar niður. Önnur lenti í mýrlendi við flugvöll borgarinnar en hin steyptist á skrifstofu rikisskattstjórans. Hún stendur stendur skammt frá höfuðstövum flughersins og er talið að höfuðstöðvarnar hafi verið skotmarkið.

Herða eftirlit með flugfélögum í kreppunni

Danska flugmálastjórnin herðir eftirlit með flugfélögum af ótta við að slakað verði á öryggiskröfum til þess að bregðast við verri rekstraraðstæðum sem framundan eru.

Skókastarinn iðrast einskis

Íraski blaðamaðurinn sem kastaði skónum sínum að George Bush fyrrverandi bandaríkjaforseta iðraðist einskis þegar réttarhöldin yfir honum hófust í dag.

Biskup gerður landrækur

Kaþólski biskupinn sem neitaði að helförin hefði átt sér stað hefur verið gerður landrækur frá Argentínu.

Flett ofan af ökuþórnum Prawo Jazdy í Dublin

Írska lögreglan hefur loksins leyst gátuna um síbrotamanninn Prawo Jazdy. Prawo þessi var lengi talinn vera pólskur umferðarníðingur en hann var búinn að næla sér í 50 skráningar í tölvukerfi lögreglunnar í Dublin og aldrei fannst hann þegar átti að fara að rukka sektarféð.

FBI hafði hendur í hári Allen Stanford

Bandaríska Alríkislögreglan (FBI) fann í kvöld milljarðamæringinn Allen Stanford í Virginíu í Bandaríkjunum. Stanfords hefur verið leitað vegna meintra fjársvika og peningaþvættis. Það var talsmaður Alríkislögreglunnar sem tilkynnti þetta fyrir stundu.

Þrýsti ekki á forsætisráðherra Kanada

Barack Obama bandaríkjaforseti segist ekki hafa þrýst á Stephen Harper forsætisráðherra Kanada um stuðning við herlið í Afganistan. Hann þakkaði þó fyrir framlag kandamanna.

Kirgisar reka Bandaríkjamenn úr landi

Þing Kirgistans samþykkti í dag tillögu ríkisstjórnar landsins um að Bandaríkjamönnum yrði gert að loka herstöð sinni í landinu. Þeir hafa 180 daga frest til að gera það. Herstöðin er sögð mikilvæg vegna birgðaflutninga til hermanna Atlantshafsbandalagsins í Afganistan.

Sýknaðir af ákæru um að myrða Önnu Politkovskayu

Mennirnir þrír sem ákærðir voru fyrir morðið á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkovskayu hafa allir verið sýknaðir. Fjórir menn voru sakaðir um aðild að morðinu, en Anna var skotin til bana fyrir utan heimili sitt í október árið 2007. Einn þeirra er fyrrverandi yfirmaður í lögreglunni. Aðeins þrír menn voru þó færðir fyrir dóm. Sá fjórði sem var sakaður um að hafa skotið hana er enn á flótta undan réttvísinni.

Sjá næstu 50 fréttir