Erlent

Obama segir efnahagslífið munu rétta úr kútnum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Bandarískt efnahagslíf mun rétta úr kútnum á ný sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði sameinað þing Bandaríkjanna í nótt.

Hann sagði orku- og umhverfismál verða í brennidepli sem aldrei fyrr auk þess sem hann boðaði umbætur í heilbrigðiskerfinu sem hann telur allt of dýrt og þungt í vöfum. Forsetinn sagði almenning verða að hafa eðlilegan aðgang að lánsfé og taka þyrfti á stórauknu brottfalli nemenda úr bandarískum skólum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×