Erlent

Nýjasta tilraun Browns ber merki um örvæntingu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Fimm hundruð milljarða punda björgunarpakki til handa breskum bönkum er nýjasta útspil breska forsætisráðherrans Gordons Brown og talar dagblaðið Telegraph um örvæntingarfulla tilraun til að bjarga hagkerfinu, en það greinir frá því að Brown muni kynna þessa björgunaráætlun sína í þessari viku.

Blaðið segir enn fremur að nú sé Brown loks búinn að átta sig á því að fyrsta áætlun hans til að stöðva hrun breska hagkerfisins hafi engan veginn nægt til. Nýja áætlunin felur meðal annars í sér kaup á skuldabréfum bankanna fyrir 150 milljarða punda og 14 milljarða punda lánsfjáraukningu til almennings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×