Erlent

Sómalskir sjóræningjar ræna grísku flutningaskipi

Sómalskir sjóræningjar rændu skipinu The Delight fyrir nokkru en það var að flytja hveiti til Þýskalands.
Sómalskir sjóræningjar rændu skipinu The Delight fyrir nokkru en það var að flytja hveiti til Þýskalands.

Fréttamaður BBC, Jonah Fisher, sem er staddur í herskipi undan ströndum Sómalíu, segir á vef breska ríkisútvarpsins að sómalskir sjóræningjar hafi rænt enn einu skipinu. Um er að ræða flutningaskip í eigu Grikkja. Sjóræningjarnir eiga að hafa haft samband við breska herskipið þar sem þeir sögðu þeim að halda sig í burtu.

Þetta er enn eitt sjóránið sem hinir alræmdu sómölsku sjóræningjar framkvæma en sjóleiðin undan ströndum Sómalíu er orðinn svo varasöm að alþjóðlegur floti herskipa er staddur þar til þess að vernda sjóðleiðina.

Alls réðust sjóræningjarnir á sex skip í síðustu viku en öll sluppu þau.

Sjósvæðið sem herskipin fylgjast með er gríðarlega víðfemt og því hægara sagt en gert að tryggja öryggi flutningaskipa sem þar sigla.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×