Erlent

Þingmenn evrópráðsins geta fengið eina milljón punda fyrir störf sín

Fundarsalur ESB, þar sem menn geta þénað á annað hundrað milljónir eigi þeir sæti þar.
Fundarsalur ESB, þar sem menn geta þénað á annað hundrað milljónir eigi þeir sæti þar.

Þingmenn Evrópuráðsins þéna allt að eina milljón punda, sem þeir fá greitt frá skattgreiðendum í formi aukakostnaðar, yfir eitt kjörtímabil sem eru fimm ár. Þetta kemur fram á vef Telegraph í kvöld. Þetta kom í ljós eftir að 92 blaðsíðna skýrslu var lekið í fjölmiðla. Efni hennar fer vandlega yfir aukakostnað þingmannanna.

Matthew Elliot, framkvæmdarstjóri samtaka skattgreiðenda krefst þess að lögreglan rannsaki málið. Hann segir að skattgreiðendur eigi rétt á að vita í hvað peningarnir þeirra fara. Hann sjái ekkert annað en rán um hábjartan dag.

Kostnaðurinn sem um ræðir er margþættur. Um er að ræða risnukostnað upp á 117 þúsund evrur, þá fær starfsfókið einnig risnukostnað upp á tæpar fimm hundruð evrur. Skrifstofa þingmanna fær tæpar 250 evrur og svo er ferðakostnaður um 60 þúsund evrur. Ofan á það bætast aukakostnaður upp á 350 þúsund evrur ofan á allt saman. Í heildina geta þingmenn fengið milljón pund, eða 163 milljónir króna, sé tekið mið af núverandi gengi.

Inn í þessu eru ekki laun þingmannanna, sem eru rúmar 60 þúsund evrur en hækka uppi í 73 þúsund evrur eftir næstu kosningar sem verða í júní.

Þá virðast þingmenn evrópuráðsins einnig hafa tekið upp ósiði almennra forstjóra því rannsókn leiddi í ljós að starfsmenn þingmannanna fengu greidda sérstaka bónusa fyrir störf sín. Um væri að ræða allt að nítjánföld laun starfsmannanna. Svo virðist sem einhverskonar hefð hafi myndast fyrir bónusgreiðslunum.

Chris Davies, þingmaður evrópuráðsins sagði meirihluta þingmannanna nota það fé sem þeir fá heiðarlega. Hann segir fyrirkomulagið þó ófullkomið og meira gagnsæi þurfi til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×