Erlent

Straw bannar upptöku af ríkisstjórnarfundi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Jack Straw.
Jack Straw. MYND/Telegraph/PA

Breski dómsmálaráðherrann Jack Straw hefur bannað að nokkurra mínútna upptaka af ríkisstjórnarfundi árið 2003, þar sem ráðherrarnir ræða um þátttöku Bretlands í innrásinni í Írak, verði gerð opinber. Segir ráðherrann að það sem ráðherrunum fór á milli sé hreinlega hættulegt lýðræðinu.

Straw beitir þar með ákvæði 53. greinar bresku upplýsingalaganna sem heimilar ríkisstjórninni að beita neitunarvaldi gegn því að vissar upplýsingar verði heyrum kunnar og er þetta í fyrsta sinn sem ákvæðinu er beitt síðan lögin tóku gildi árið 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×