Erlent

Í það minnsta 74 taldir af

Námaslys Björgunarmenn náðu í gær til starfsmanna sem lokast höfðu inni við sprenginguna.Fréttablaðið/ap
Námaslys Björgunarmenn náðu í gær til starfsmanna sem lokast höfðu inni við sprenginguna.Fréttablaðið/ap
Að minnsta kosti 74 námaverkamenn voru í gær taldir af eftir að gassprenging varð í kolanámu í borginni Gujiao í norðurhluta Kína í gær. Öryggismál höfðu fram að slysinu verið í góðu lagi hjá námunni.

Talið er að 436 námaverkamenn hafi verið í námunni þegar sprengingin varð. Í það minnsta 114 slösuðust í sprengingunni. Einhverjir lokuðust inni í námunni, en þeim hafði öllum verið bjargað í gærkvöldi.

Ástand öryggismála í kínverskum námum hefur sætt harðri gagnrýni undanfarið og hafa kínversk stjórnvöld ítrekað lofað úrbótum.- bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×