Erlent

Fá peninga og vopn fyrir að passa hverfið

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hverfið. Ástandið verður æ eldfimara.
Hverfið. Ástandið verður æ eldfimara.

Unglingar fá greitt í peningum og skotvopnum fyrir að sinna eins konar varðstöðu í hverfinu Norðurbrú í Kaupmannahöfn en þar geisar hálfgerð styrjöld milli vélhjólasamtakanna Vítisengla og innflytjendaklíka sem vilja hafa töglin og hagldirnar á fíkniefnamarkaði hverfisins. Þetta upplýsir danska lögreglan í viðtali við Jyllandsposten en slíkir varðliðar höfðu afskipti af ljósmyndara blaðsins og bönnuðu honum að taka myndir. Hlutverk vaktmannanna er að sögn lögreglu að fylgjast með hverri hreyfingu andstæðinganna og kæfa árásartilraunir þeirra í fæðingu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×