Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júlí 2025 15:51 Fjölmenn mótmæli hafa geisað um alla Úkraínu í dag og í gær eftir nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar. Getty Úkraínumenn hafa fylkt á götur út og efnt til fjölmennra mótmæla víða um landið vegna nýrrar löggjafar sem samþykkt var á úkraínska þinginu í gær. Mótmælendur segja Selenskí gefa spillingu lausan tauminn og grafa undan sjálfstæði ákæruvaldsins. Frumvarpið, sem Vólódímír Selenskí gerði formlega að lögum með undirskrift sinni í gær, kveður á um að tvær stofnanir sem rannsaka spillingu í úkraínskum stjórnmálum heyri undir embætti ríkissaksóknara. Stjórnarandstaðan segir löggjöfina gera það ómögulegt að rannsaka spillingu háttsettra embættismanna án leyfis Selenskís forseta. Mótmælendur í Kænugarði kröfðust þess að Selenskí forseti beitti neitunarvaldi sínu á löggjöfina.Getty Frumvarpinu hefur verið líkt við ákvörðun Viktors Janúkóvitsj um að stöðva aðildarferli Úkraínu að Evrópusambandinu sem varð til þess að honum var steypt af stóli í febrúar ársins 2014 eftir svokölluðu virðuleikabyltinguna í kjölfar Evrómajdanmótmælanna. Talað er um skref í átt að alræði og burt frá evrópskum bandamönnum á götum Kænugarðs, Lvív, Ódessu og öðrum evrópskum borgum. Sjálfstæði embættanna ítrekað ógnað Stofnanirnar tvær sem um ræðir eru spillingarrannsóknarstofnun Úkraínu, kölluð NABU í alþjóðlegum miðlum, og embætti sérstaks saksóknara í spillingarmálum. Bæði embætti voru stofnuð árið 2015 í kjölfar þess að Janúkóvitsj hrökklaðist frá völdum og Úkraína tók stefnu til vesturs og hóf að þétta bönd sín við Evrópu. Spilling æðstu embættismanna er á borði rannsóknarstofnunarinnar sem embætti sérstaka saksóknarans sér svo um að ákæra. Tilgangur innleiðingar stofnunarinnar var, samkvæmt umfjöllun Kyiv Independent, að skapa óháðar stofnanir til að taka á spillingu í landinu en hún hefur verið viðvarandi vandamál frá upplausn Sovétríkjanna. Frá stofnun þeirra hafa Petró Porosjenkó fyrrverandi forseti og Vólódímír Selenskí núverandi forseti gert ítrekaðar atlögur að sjálfstæði þeirra. Héðan í frá munu bæði embætti, spillingarrannsóknarstofnunin og sérstakur saksóknari í spillingarmálum, heyra undir ríkissaksóknara og þannig undir ríkissaksóknara. Í Úkraínu er embætti ríkissaksóknara skipað af forseta og staðfest af meirihluta á úkraínska þinginu. Þannig gerir frumvarpið ríkissaksóknara sem er pólitískt embætti kleift að hafa áhrif á spillingarmál, bæði á rannsóknarstigi og ákærustigi. Selenskí forseti og þingforseti hans hafa báðir neitað að tjá sig við úkraínska fjölmiðla. Stjórnarandstaðan hneyksluð Þingmenn stjórnarandstöðunnar sem Kyiv Independent gera einnig alvarlegar athugasemdir við umfjöllun þingsins um málið. Þeir segja málið hafa verið keyrt í gegnum þingumræðu á mettíma og jafnframt að þessu umdeilda ákvæði um sjálfstæði spillingarrannsókna hafi verið troðið inn í frumvarp sem hafði þegar verið samþykkt í fyrstu umræðu. Frumvarp sem hafði lítið með sjálfstæði saksóknaraembætta að gera. „Það sem gerðist í þingsal í dag var hneyksli. Frumvarpið var keyrt í gegn þrátt fyrir skýr brot á þingsköpum. Þingmenn Þjóns fólksins [flokkur Selenskí forseta] klöppuðu. Þetta var eins og nornasamkoma,“ hefur Kyiv Independent eftir Innu Sovsun, þingkonu Holos-flokksins. Stjórnarandstaðan segir þingsköp hafa verið virt að vettugi.Getty Frjór jarðvegur spillingar er ekki það eina sem vakir fyrir mótmælendum en þeir hafa jafnframt áhyggjur af því að löggjöfin komi til með að vera Þrándur í Götu úkraínskrar aðildar að evrópskum stofnunum á borð við Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið. Á meðal skilyrða sem Evrópusambandið setti Úkraínu fyrir aðild voru framfarir í spillingarmálum. Von der Leyen tortryggin Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Marta Kos stækkunarstjóri hafa viðrað áhyggjur sínar af löggjöfinni. Von der Leyen hefur beðið úkraínsk stjórnvöld um útskýringar og ræddi við Selenskí forseta símleiðis í gær. Marta Kos stækkunarstjóri Evrópusambandsins var afdráttarlaus í máli. „Við höfum miklar áhyggjur af samþykkt breytinga á hegningarlögum í Úkraínu. Þær hætta því að hæfni og völd stofnana sem stemma stigu við spillingu í Úkraínu veikist stórlega. Báðar stofnanirnar, spillingarrannsóknarstofnun Úkraínu og embætti sérstaks saksóknara í spillingarmálum, eru víða taldar hornsteinar réttarríkisins í Úkraínu. Þessar stofnanir eru lykilatriði í umbótastefnu Úkraínu og verða að starfa sjálfstætt til að berjast gegn spillingu og viðhalda trausti almennings,“ segir hún í yfirlýsingu. Samkvæmt umfjöllun Kyiv Independent er löggjöfin sögð viðbrögð við málaferlum háttsettra embættismanna í ríkisstjórn Vólódímírs Selenskís. Þá er embættistaka Donalds Trump Bandaríkjaforseta einnig sögð þáttur en ríkisstjórn hans hefur hætt fjárveitingum til bandaríska þróunaraðstoðarstofnunarinnar sem sá fyrrnefndum tveimur embættum fyrir ágætum hluta rekstrarfjár þess. Úkraínsk stjórnvöld hafi álitið þetta skýr skilaboð. Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sendinefnd Rússa er á leið til Istanbúl í Tyrklandi þar sem hún tekur þátt í nýrri umferð friðarviðræðna með fulltrúum Úkraínu. Væntingarnar eru litlar. 23. júlí 2025 13:58 Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Stjórnvöld í Rússlandi segjast opin fyrir friðarviðræðum við Úkraínumenn en hyggjast hins vegar ekkert slá af kröfum sínum um yfirráð yfir hernumdum svæðum og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. 21. júlí 2025 07:20 Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti vill hitta Vladímir Pútín Rússlandsforseta og freista þess að koma friðarviðræðum aftur á skrið. Leiðtogarnir hafa ekki mæst augliti til auglitis frá því að Rússland gerði innrás í Úkraínu snemma árs 2022. 19. júlí 2025 20:38 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Sjá meira
Frumvarpið, sem Vólódímír Selenskí gerði formlega að lögum með undirskrift sinni í gær, kveður á um að tvær stofnanir sem rannsaka spillingu í úkraínskum stjórnmálum heyri undir embætti ríkissaksóknara. Stjórnarandstaðan segir löggjöfina gera það ómögulegt að rannsaka spillingu háttsettra embættismanna án leyfis Selenskís forseta. Mótmælendur í Kænugarði kröfðust þess að Selenskí forseti beitti neitunarvaldi sínu á löggjöfina.Getty Frumvarpinu hefur verið líkt við ákvörðun Viktors Janúkóvitsj um að stöðva aðildarferli Úkraínu að Evrópusambandinu sem varð til þess að honum var steypt af stóli í febrúar ársins 2014 eftir svokölluðu virðuleikabyltinguna í kjölfar Evrómajdanmótmælanna. Talað er um skref í átt að alræði og burt frá evrópskum bandamönnum á götum Kænugarðs, Lvív, Ódessu og öðrum evrópskum borgum. Sjálfstæði embættanna ítrekað ógnað Stofnanirnar tvær sem um ræðir eru spillingarrannsóknarstofnun Úkraínu, kölluð NABU í alþjóðlegum miðlum, og embætti sérstaks saksóknara í spillingarmálum. Bæði embætti voru stofnuð árið 2015 í kjölfar þess að Janúkóvitsj hrökklaðist frá völdum og Úkraína tók stefnu til vesturs og hóf að þétta bönd sín við Evrópu. Spilling æðstu embættismanna er á borði rannsóknarstofnunarinnar sem embætti sérstaka saksóknarans sér svo um að ákæra. Tilgangur innleiðingar stofnunarinnar var, samkvæmt umfjöllun Kyiv Independent, að skapa óháðar stofnanir til að taka á spillingu í landinu en hún hefur verið viðvarandi vandamál frá upplausn Sovétríkjanna. Frá stofnun þeirra hafa Petró Porosjenkó fyrrverandi forseti og Vólódímír Selenskí núverandi forseti gert ítrekaðar atlögur að sjálfstæði þeirra. Héðan í frá munu bæði embætti, spillingarrannsóknarstofnunin og sérstakur saksóknari í spillingarmálum, heyra undir ríkissaksóknara og þannig undir ríkissaksóknara. Í Úkraínu er embætti ríkissaksóknara skipað af forseta og staðfest af meirihluta á úkraínska þinginu. Þannig gerir frumvarpið ríkissaksóknara sem er pólitískt embætti kleift að hafa áhrif á spillingarmál, bæði á rannsóknarstigi og ákærustigi. Selenskí forseti og þingforseti hans hafa báðir neitað að tjá sig við úkraínska fjölmiðla. Stjórnarandstaðan hneyksluð Þingmenn stjórnarandstöðunnar sem Kyiv Independent gera einnig alvarlegar athugasemdir við umfjöllun þingsins um málið. Þeir segja málið hafa verið keyrt í gegnum þingumræðu á mettíma og jafnframt að þessu umdeilda ákvæði um sjálfstæði spillingarrannsókna hafi verið troðið inn í frumvarp sem hafði þegar verið samþykkt í fyrstu umræðu. Frumvarp sem hafði lítið með sjálfstæði saksóknaraembætta að gera. „Það sem gerðist í þingsal í dag var hneyksli. Frumvarpið var keyrt í gegn þrátt fyrir skýr brot á þingsköpum. Þingmenn Þjóns fólksins [flokkur Selenskí forseta] klöppuðu. Þetta var eins og nornasamkoma,“ hefur Kyiv Independent eftir Innu Sovsun, þingkonu Holos-flokksins. Stjórnarandstaðan segir þingsköp hafa verið virt að vettugi.Getty Frjór jarðvegur spillingar er ekki það eina sem vakir fyrir mótmælendum en þeir hafa jafnframt áhyggjur af því að löggjöfin komi til með að vera Þrándur í Götu úkraínskrar aðildar að evrópskum stofnunum á borð við Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið. Á meðal skilyrða sem Evrópusambandið setti Úkraínu fyrir aðild voru framfarir í spillingarmálum. Von der Leyen tortryggin Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Marta Kos stækkunarstjóri hafa viðrað áhyggjur sínar af löggjöfinni. Von der Leyen hefur beðið úkraínsk stjórnvöld um útskýringar og ræddi við Selenskí forseta símleiðis í gær. Marta Kos stækkunarstjóri Evrópusambandsins var afdráttarlaus í máli. „Við höfum miklar áhyggjur af samþykkt breytinga á hegningarlögum í Úkraínu. Þær hætta því að hæfni og völd stofnana sem stemma stigu við spillingu í Úkraínu veikist stórlega. Báðar stofnanirnar, spillingarrannsóknarstofnun Úkraínu og embætti sérstaks saksóknara í spillingarmálum, eru víða taldar hornsteinar réttarríkisins í Úkraínu. Þessar stofnanir eru lykilatriði í umbótastefnu Úkraínu og verða að starfa sjálfstætt til að berjast gegn spillingu og viðhalda trausti almennings,“ segir hún í yfirlýsingu. Samkvæmt umfjöllun Kyiv Independent er löggjöfin sögð viðbrögð við málaferlum háttsettra embættismanna í ríkisstjórn Vólódímírs Selenskís. Þá er embættistaka Donalds Trump Bandaríkjaforseta einnig sögð þáttur en ríkisstjórn hans hefur hætt fjárveitingum til bandaríska þróunaraðstoðarstofnunarinnar sem sá fyrrnefndum tveimur embættum fyrir ágætum hluta rekstrarfjár þess. Úkraínsk stjórnvöld hafi álitið þetta skýr skilaboð.
Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sendinefnd Rússa er á leið til Istanbúl í Tyrklandi þar sem hún tekur þátt í nýrri umferð friðarviðræðna með fulltrúum Úkraínu. Væntingarnar eru litlar. 23. júlí 2025 13:58 Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Stjórnvöld í Rússlandi segjast opin fyrir friðarviðræðum við Úkraínumenn en hyggjast hins vegar ekkert slá af kröfum sínum um yfirráð yfir hernumdum svæðum og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. 21. júlí 2025 07:20 Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti vill hitta Vladímir Pútín Rússlandsforseta og freista þess að koma friðarviðræðum aftur á skrið. Leiðtogarnir hafa ekki mæst augliti til auglitis frá því að Rússland gerði innrás í Úkraínu snemma árs 2022. 19. júlí 2025 20:38 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Sjá meira
Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sendinefnd Rússa er á leið til Istanbúl í Tyrklandi þar sem hún tekur þátt í nýrri umferð friðarviðræðna með fulltrúum Úkraínu. Væntingarnar eru litlar. 23. júlí 2025 13:58
Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Stjórnvöld í Rússlandi segjast opin fyrir friðarviðræðum við Úkraínumenn en hyggjast hins vegar ekkert slá af kröfum sínum um yfirráð yfir hernumdum svæðum og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. 21. júlí 2025 07:20
Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti vill hitta Vladímir Pútín Rússlandsforseta og freista þess að koma friðarviðræðum aftur á skrið. Leiðtogarnir hafa ekki mæst augliti til auglitis frá því að Rússland gerði innrás í Úkraínu snemma árs 2022. 19. júlí 2025 20:38