Erlent

Vísir sýnir beint frá rauða dreglinum í nótt

Vísir sýnir beint frá rauða dreglinum fyrir framan Kodak Theatre í Hollywood í kvöld þar sem allar helstu kvikmyndastjörnur samtíðarinnar koma saman í tilefni Óskarsverðlaunanna. Hver stjarnan á fætur annari mætir á svæðið til þess að sýna sig og sjá aðra. Útsending hefst á miðnætti og henni lýkur klukkutíma síðar.

Þetta er í 81 skipti sem Óskarsverðlaunin eru haldin hátíðleg og á meðal sigurstranglegra mynda í ár má nefna Slumdog Millionaire, Milk og The Reader.

Heath Ledger heitinn er talinn sigurstranglegur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Jókerinn í Batman Returns og Penelope Cruz þykir líkleg sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Woody Allen myndina Vicky Christina Barcelona.

Kate Winslet er talin nokkuð örugg með sinn Óskar fyrir The Reader en meiri spenna er í baráttunni á milli þeirra Mickey Rourke í The Wrestler og Sean Penn í Milk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×