Erlent

Hildarleikur mexíkóskra fíkniefnabaróna í algleymingi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Mexíkóskir lögreglumenn flytja lík af vettvangi átaka.
Mexíkóskir lögreglumenn flytja lík af vettvangi átaka. MYND/AFP/Getty Images

Styrjöld fíkniefnabaróna í Mexíkó hefur náð hæðum sem engan óraði fyrir. Þetta segir Monte Alejandro Garcia hjá mexíkósku almannaöryggisstofnuninni.

Hann segir skýringarinnar einkum vera að leita í því að Mexíkó hafi færst frá því að vera gegnumflutningsland suðuramerískra fíkniefna yfir í að vera neyslusvæði. Þetta tákni að eiturlyfjahringir, sem áður mokuðu kókaíni gegnum Mexíkó til Bandaríkjanna, berjist nú um yfirráð sölunnar í heimalandi sínu. Um 5.400 manns létu lífið í fíkniefnatengdum átökum í Mexíkó í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×