Erlent

Þrýsti ekki á forsætisráðherra Kanada

Barack Obama
Barack Obama

Barack Obama bandaríkjaforseti segist ekki hafa þrýst á Stephen Harper forsætisráðherra Kanada um stuðning við herlið í Afganistan. Hann þakkaði þó fyrir framlag kandamanna.

„Ég þrýsti svo sannarlega ekki á ráðherrann um neinn viðbótar stuðning fyrir utan þann sem þeir höfðu áður lýst yfir," sagði Obama á blaðamannafundi með Harper nú í kvöld.

„Það eina sem ég gerði var að hrósa Kanada fyrir heraflanna sem þeir eru með á svæðinu.....en einnig fyrir þá staðreynd að mesta aðstoð þeirra við erlent ríki er í Kanada," sagði Obama.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×