Erlent

Japönsk útgáfa af Jesus Christ Superstar sett upp í Tókýó

Japanar hafa sett upp sína uppfærslu af söngleiknum Jesus Christ Superstar í hinu nafntogaða Gekidan Shiki-leikhúsi í Tókýó.

Uppfærslan er nokkuð frábrugðin því sem þekkist á Vesturlöndum enda er hún í svonefndum kabuki-stíl en kabuki er japönsk dansleiklist sem rekur uppruna sinn til upphafs 17. aldar.

Í japönsku útgáfunni eru leikendur stífmálaðir en grunnurinn er snjóhvítur andlitsfarði kabuki-leikhússins. Búningar sverja sig mjög í ætt við það sem tíðkast í Japan og eru kimono-síðkjólar algengastir. Einnig má greina japanska sveiflu í tónlist verksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×