Erlent

Breskir sparifjáreigendur tæma reikningana

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Englandsbanki, stýrivextirnir eru komnir niður í eitt prósent.
Englandsbanki, stýrivextirnir eru komnir niður í eitt prósent.

Breskir sparifjáreigendur telja fé sínu betur varið annars staðar en í bönkum eftir að stýrivextir Englandsbanka voru lækkaðir úr fimm prósentum niður í eitt frá miðju síðasta ári.

Í janúar tóku innstæðueigendur 2,3 milljarða punda, jafnvirði tæplega 380 milljarða króna, út af reikningum í breskum bönkum og hefur almenningur ekki tekið út jafnmikið fé síðan samtök breskra bankamanna tóku að halda skrár yfir heildarúttektir fyrir 12 árum. Dæmi eru um að vextir á sparireikningum breskra banka séu komnir niður í 0,29 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×