Erlent

Tamil tígrar ráðast á Colombo

Tamil Tígrar hafa ráðist á höfuðborg Sri Lanka, Colombo.
Tamil Tígrar hafa ráðist á höfuðborg Sri Lanka, Colombo.

Tvær flugvélar Tamíl tígra gerðu loftárás á Colombo höfuðborg Sri Lanka seint í gærkvöldi. Þær voru báðar skotnar niður. Önnur lenti í mýrlendi við flugvöll borgarinnar en hin steyptist á skrifstofu rikisskattstjórans. Hún stendur stendur skammt frá höfuðstövum flughersins og er talið að höfuðstöðvarnar hafi verið skotmarkið.

Tveir fórust og tugir særðust þegar vélin skall til jarðar. Tamil Tigrar hafa dubbað upp nokkrar einshreyfils einkaflugvélar til loftárása sem sjaldnast hafa skilað miklum árangri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×