Erlent

Von úr ösku örvæntingar

Margir sem viðstaddir voru athöfnina komust við þegar þeir minntust þeirra sem létust í skógareldunum.Fréttablaðið/ap
Margir sem viðstaddir voru athöfnina komust við þegar þeir minntust þeirra sem létust í skógareldunum.Fréttablaðið/ap

„Við rísum saman með von úr ösku örvæntingarinnar," sagði Kevin Rudd, forsætis­ráðherra Ástralíu, þegar hann minntist fórnarlamba gríðarlegra skógarelda í landinu undanfarið.

Haldnar voru minningarathafnir í borgum og bæjum Ástralíu í gær þar sem sýnt var beint frá minningarathöfn í Melbourne. Yfir 200 létust í skógareldunum.

„Við höfum misst mæður og feður, ömmur og afa. Við höfum misst bræður, systur, syni dætur og minnstu ungabörn," sagði Rudd. „Engin orð geta hughreyst okkur á slíkri harmastundu." - bj








Fleiri fréttir

Sjá meira


×