Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Jón Þór Stefánsson skrifar 22. júlí 2025 22:30 „Á kvennadeild Landspítalans, fæðingadeildinni, þar er standandi vandamál,“ sagði Stefán Einar á dögunum. Vísir/Vilhelm Starfsfólk kvennadeildar Landspítalans kannast ekki við frásagnir þess efnis að uppi sé ástand á deildinni vegna yfirgangs hóps manna sem líti niður á konur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu, hefur sent fjölmiðlum. Tilefnið er frásögn Stefáns Einars Stefánssonar blaðamanns sem sagði í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar á dögunum frá „gríðarlega ljótri framkomu“ gagnvart starfsfólki deildarinnar. „Á kvennadeild Landspítalans, fæðingadeildinni, þar er standandi vandamál. Þar er gríðarlega ljót framkoma gagnvart starfsfólki og mjög ljót framkoma gagnvart konunum með nýfædd börn, vegna þess að þetta eru hópar manna sem fyrirlíta konur,“ sagði Stefán í viðtalinu. Ummæli hans vöktu athygli og voru skrifuð um þau fréttir á DV og Nútímanum. s „Framkoman er slík að starfsfólki ofbýður. En starfsfólkið þorir ekki að segja neitt. Það eru miklu fleiri fæðingar hjá þessum hópi hlutfallslega, og þetta er mikið álag á kerfið. Það er ekki álag í sjálfu sér að aðstoða fólk við að koma barni í heiminn, en það er álag þegar starfsfólki er sýnd fyrirlitning, menn neita að greiða fyrir þjónustuna, og eru svo með uppsteyt og yfirgang gagnvart konum í veikri stöðu sem eru nýbúnar að ala barn í heiminn.“ Stefán bætti við að heilbrigðisstarfsfólk myndi aldrei ræða opinskátt um þennan vanda, vegna ótta við að lenda í þessum mönnum. Ummælin komi þeim í opna skjöldu Hulda segir þessi ummæli koma starfsfólki kvennadeildar í opna skjöldu þar sem það kannist ekki við umræddar lýsingar. Það kemur það fram í yfirlýsingu, sem var fyrst send á Mannlíf, en fréttastofa hefur nú einnig fengið hana senda. Fram kemur að starfsfólk þurfi einstaka sinnum að hjálpa fólki að hemja tilfinningar sínar í kringum fæðingar. Það eigi þó bæði við um karla og konur, og við fólk óháð trú og uppruna. Þá sé afar sjaldgæft að fólk sýni af sér ógnandi hegðun, og ekki hafi verið tekið eftir aukningu í slíkum atvikum. Yfirlýsingin er eftirfarandi: „Þessi ummæli komu starfsfólki kvennadeildar sem ég hef rætt við í opna skjöldu. Þau kannast ekki við þessar lýsingar. Fæðing er stórviðburður í lífi fjölskyldna og oft fylgja áhyggjur, streita og þreyta hjá aðstandendum þó að oftast sé ríkjandi tilfinningin gleði. Starfsfólk deildarinnar þarf stöku sinnum að leiðbeina aðstandendum fæðandi kvenna við að hemja tilfinningar sínar og hefur til þess ýmsar leiðir og er því yfirleitt vel tekið. Þetta á jafnt við um aðstandendur af báðum kynjum og er óháð trú og uppruna. Afar sjaldgæft er að aðstandendur sýni hegðun sem telja má ógnandi og ekki hefur verið tekið eftir aukningu á slíkum tilvikum.“ Landspítalinn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu, hefur sent fjölmiðlum. Tilefnið er frásögn Stefáns Einars Stefánssonar blaðamanns sem sagði í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar á dögunum frá „gríðarlega ljótri framkomu“ gagnvart starfsfólki deildarinnar. „Á kvennadeild Landspítalans, fæðingadeildinni, þar er standandi vandamál. Þar er gríðarlega ljót framkoma gagnvart starfsfólki og mjög ljót framkoma gagnvart konunum með nýfædd börn, vegna þess að þetta eru hópar manna sem fyrirlíta konur,“ sagði Stefán í viðtalinu. Ummæli hans vöktu athygli og voru skrifuð um þau fréttir á DV og Nútímanum. s „Framkoman er slík að starfsfólki ofbýður. En starfsfólkið þorir ekki að segja neitt. Það eru miklu fleiri fæðingar hjá þessum hópi hlutfallslega, og þetta er mikið álag á kerfið. Það er ekki álag í sjálfu sér að aðstoða fólk við að koma barni í heiminn, en það er álag þegar starfsfólki er sýnd fyrirlitning, menn neita að greiða fyrir þjónustuna, og eru svo með uppsteyt og yfirgang gagnvart konum í veikri stöðu sem eru nýbúnar að ala barn í heiminn.“ Stefán bætti við að heilbrigðisstarfsfólk myndi aldrei ræða opinskátt um þennan vanda, vegna ótta við að lenda í þessum mönnum. Ummælin komi þeim í opna skjöldu Hulda segir þessi ummæli koma starfsfólki kvennadeildar í opna skjöldu þar sem það kannist ekki við umræddar lýsingar. Það kemur það fram í yfirlýsingu, sem var fyrst send á Mannlíf, en fréttastofa hefur nú einnig fengið hana senda. Fram kemur að starfsfólk þurfi einstaka sinnum að hjálpa fólki að hemja tilfinningar sínar í kringum fæðingar. Það eigi þó bæði við um karla og konur, og við fólk óháð trú og uppruna. Þá sé afar sjaldgæft að fólk sýni af sér ógnandi hegðun, og ekki hafi verið tekið eftir aukningu í slíkum atvikum. Yfirlýsingin er eftirfarandi: „Þessi ummæli komu starfsfólki kvennadeildar sem ég hef rætt við í opna skjöldu. Þau kannast ekki við þessar lýsingar. Fæðing er stórviðburður í lífi fjölskyldna og oft fylgja áhyggjur, streita og þreyta hjá aðstandendum þó að oftast sé ríkjandi tilfinningin gleði. Starfsfólk deildarinnar þarf stöku sinnum að leiðbeina aðstandendum fæðandi kvenna við að hemja tilfinningar sínar og hefur til þess ýmsar leiðir og er því yfirleitt vel tekið. Þetta á jafnt við um aðstandendur af báðum kynjum og er óháð trú og uppruna. Afar sjaldgæft er að aðstandendur sýni hegðun sem telja má ógnandi og ekki hefur verið tekið eftir aukningu á slíkum tilvikum.“
Landspítalinn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira