Erlent

Svisslendingar vilja hefna sín á Bandaríkjamönnum

Svissnenski þjóðarflokkurinn vill hefna sín á könunum fyrir að ráðast gegn USB bankanum.
Svissnenski þjóðarflokkurinn vill hefna sín á könunum fyrir að ráðast gegn USB bankanum.

Svissneski þjóðarflokkurinn vill hefna sín á Bandaríkjamönnum fyrir að ógna bankaleynd stærsta banka landsins, UBS.

Bandaríkjamenn höfðu í hótunum við Svisslendinga ef þeir fengju ekki aðgang að gögnum bankans til þess að leita að hugsanlegum bandarískum skattvikurum.

Þjóðarflokkurinn vill hefna sín með því að hætta við að taka við föngum þegar Gvantanamó fangabúðunum á Kúbu verður lokað.

Flokkurinn vill einnig að Sviss hætti að veita Bandaríkjunum diplomatiska þjónustu í löndum þar sem þau hafa ekki fulltrúa.

Loks vill þjóðarflokkurinn að gullforði svissneska seðlabankans verði fluttur heim frá New York.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×