Erlent

Segjast vinna að gervihnetti

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu.
Norður-Kóreumenn tilkynntu í morgun að þeir undirbyggju að skjóta upp gervihnetti frá norðausturströnd landsins. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að CNN greindi frá því fyrr í mánuðinum að myndir hefðu náðst af einhvers konar undirbúningi við skotstöð sem Norður-Kóreumenn hafa áður notað til að skjóta á loft langdrægum Taepodong-eldflaugum. Norður-Kóreumenn fullyrða hins vegar að þeir séu eingöngu að styrkja land og þjóð með því að koma sér upp gervihnetti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×