Erlent

Sjálfsvígsvarnir á brautarpöllum í S-Kóreu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Alþekkt er að sjálfsvígum fjölgar þegar skórinn tekur að kreppa efnahagslega og Asíubúar finna nú fyrir þeirri tölfræði sem aldrei fyrr. Í Suður-Kóreu og Japan er hæst tíðni sjálfsvíga í þróuðum löndum, um 24 á hverja 100.000 íbúa.

Töluverð örvænting hefur til dæmis gripið um sig á meðal eldra fólks sem sumt hvert hefur séð eftirlaunasparnaðinn nánast þurrkast út á einu bretti og telur þá ekki eftir mörgu að slægjast í ellinni. Í Suður-Kóreu hefur í fyrsta sinn verið sett upp hindrun við brautarpalla víða á lestarstöðvum sem kemur í veg fyrir að örvinglað fólk, sem sér ekki fram úr svartnættinu, hendi sér í veg fyrir aðvífandi lestir. Þar í landi hafa stjórnvöld meira að segja sett sér það markmið að draga úr sjálfsvígum um 20 prósent fyrir árið 2013.

Í Hong Kong hafa sérstakar símamiðstöðvar verið settar upp til aðstoðar fólki í sjálfsvígshugleiðingum og Japanar hafa ekki látið sitt eftir liggja og reyna eftir megni að aðstoða hundruð þúsunda sem misst hafa störf sín, til dæmis í bílaiðnaðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×