Erlent

Sjö særðir eftir skotárás í New Orleans

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Sjúkraflutningamenn stumra yfir fórnarlambi árásarinnar.
Sjúkraflutningamenn stumra yfir fórnarlambi árásarinnar. MYND/AP

Sjö manns, þar af tæplega tveggja ára gamalt barn, særðust þegar tveir menn, 18 og 19 ára gamlir, hófu skothríð í sprengidagsskrúðgöngu í New Orleans í gærdag. Barnið er ekki alvarlega slasað en byssukúla straukst við það.

Fólk taldi í fyrstu að verið væri að sprengja flugelda en áttaði sig á alvöru málsins þegar fórnarlömbin tóku að falla til jarðar. Þrjár byssur fundust á skotmönnunum en annar þeirra er dæmdur afbrotamaður. Lögregla segir enn ekki ljóst hvort mennirnir skutu fólkið af ásettu ráði eða hvort þeir voru að skjóta hvor á annan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×