Erlent

Flett ofan af ökuþórnum Prawo Jazdy í Dublin

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Prawo Jazdy - þetta er maðurinn.
Prawo Jazdy - þetta er maðurinn. MYND/Aweb.pl

Írska lögreglan hefur loksins leyst gátuna um síbrotamanninn Prawo Jazdy. Prawo þessi var lengi talinn vera pólskur umferðarníðingur en hann var búinn að næla sér í 50 skráningar í tölvukerfi lögreglunnar í Dublin og aldrei fannst hann þegar átti að fara að rukka sektarféð.

Lögreglan fann það svo út að Prawo Jazdy þýðir ökuskírteini á pólsku. Viðkomandi lögregluþjónar höfðu þá bara skrifað upp orðin sem rituð voru efst í hægra hornið á ökuskírteininu enda þótti mönnum það sæta furðu að Prawo Jazdy ók aldrei sama bílnum og breytti oftar um útlit en sjálfur Michael Jackson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×