Erlent

Sarkozy fer til Bretlands

Sarkozy Frakklandsforseti fer til Bretlands í dag.
Sarkozy Frakklandsforseti fer til Bretlands í dag.

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, mun hitta Elísabetu drottningu og ávarpa báðar deildir breska þingsins í tveggja daga heimsókn sinni til Bretlands.

Einnig mun Sarkozy ræða við Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, um ýmiss málefni, svo sem alþjóða-efnahagsmál og Afganistan. Þá er búist við því að þjóðarleiðtogarnir tveir muni ræða nýtt samstarf um ólöglega innflytjendur og kjarnorku.

Með Sarkozy í för verða eiginkona hans, Carla Bruni, og móðir hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×