Erlent

Bílsprengjuárás á markaði í Afganistan

MYND/AP

Að minnsta kosti átta eru látnir og 17 særðir eftir að bílsprengja sprakk á markaði í bæ í Helmand-héraði í suðurhluta Afganistans í morgun.

Uppreisnarmenn úr röðum talibana hafa í auknum mæli beint árásum sínum á afganska og erlenda hermenn í landinu að udanförnu en að sögn lögreglustjóra á svæðinu voru þeir hvergi nærri þegar sprengjan sprakk í morguna. Því hafi sprengjunni verið beint gegn saklausum borgurum.

Talibanar stóðu fyrir hundruðum sprengjuárása, bæði sjálfsmorðsárása og annars konar aðgerða, á síðasta ári en þá léstust um sex þúsund manns í átökum í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×