Erlent

Bush ræddi við forseta Kína um Tíbet

George Bush.
George Bush.
Bush Bandaríkjaforseti lýsti áhyggjum sínum af ástandinu í Tíbet í símtali sem hann átti við Hu Jintao, forseta Kína í gær.

Condoleezza Rice utanríkisráðherra hefur, ásamt mörgum helstu þjóðarleiðtogum heims lýst yfir áhyggjum af því stríðsástandi sem er í Tíbet. Hins vegar er þetta í fyrsta sinn sem Bush tjáir sig um málið og er talið að orð hans setji meiri þrýsting á kínversk stjórnvöld. Bush sagði við Jintao að hann vænti þess að úrbætur yrðu gerðar og að stjórnvöld myndu ræða við fulltrúa Dalai Lama, trúarlegs leiðtoga Tíbeta.

Bush Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir það að Ólympíuleikarnir í Peking verði sniðgengnir og segist sjálfur ætla að vera viðstaddur þá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×