Fleiri fréttir

Sarkozy opinn fyrir því að sniðganga Ólympíuleikana

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hefur sagt að „allir möguleikar séu opnir” um þá spurning hvort sniðganga eigi sumarólympíuleikana í Kína í ár vegna átakanna í Tíbet. Aðstoðarmenn hans segja að Frakkland sé enn andvígt því að leikarnir verði sniðgengnir að fullu en yfirvöld gætu íhugað að halda sig fjarri opnunarhátíðinni.

Fornfrægt vændishús lokar leggöngunum

Eigandi elsta starfrækta vændishúss Hamborgar, Waltraud Mehrer, hefur ákveðið að loka dyrum sínum og hætta rekstri en henni þykir sem hið nafntogaða rauðljósahverfi borgarinnar, St. Pauli, hafi munað sinn fífil fegurri.

Opnað fyrir fréttavef BBC í Kína

Almenningur í Kína hefur nú frjálsan aðgang að fréttavef BBC á netinu. Nú er hægt að nálgast þar fréttir á ensku eftir áralanga og stranga ritskoðun af hálfu yfirvalda.

Einn látinn í 100 bíla árekstri í Austurríki

Einn er látinn og 30 slasaðir eftir að tæplega 100 bílar lentu í árekstri á A1 hraðbrautinni í vesturhluta Austurríkis í hádeginu í dag. Áreksturinn varð við bæinn Seewalchen á hraðbrautinni milli Vínarborgar og Salzborgar.

Heimilislausir reknir úr tjaldbúðum

Yfirvöld í bænum Ontario í Kaliforníu í Bandaríkjunum byrjuðu í gær að taka niður 400 manna tjaldborg heimilislausra, sem höfðu hreiðrað um sig í grennd við flugvöll bæjarins.

Kínverjar fordæma mótmælaaðgerðir

BEIJING (Reuters) Kínversk stjórnvöld fordæmdu í dag mótmælaaðgerðir stuðningsmanna Tíbets sem trufluðu kyndilkveikjuathöfn Ólympíuleikanna sem fram fór í Grikklandi í gær.

ESB gæti minnkað seladráp í Kanada

Evrópusambandið er um það bil að setja á innflutningsbann sem gæti hjálpað til við að binda endi á umdeildar selaveiðar Kanadamanna samkvæmt því sem dýraverndunarsamtök segja.

Hjálparfé til Afganistan gufar upp

Rúmlega 780 milljarðar íslenskra króna sem lofað var til hjálparstarfa í Afganistan frá falli Talibana hefur enn ekki skilað sér. Þetta segir umboðsskrifstofan Afghan Relief (Acbar) sem hefur á sínum snærum 94 hjálparstofnanir. Fjörtíu prósent fjármuna sem safnast vegna ástandsins í Afganistan renna til ráðgjafa eða í ýmis gjöld í löndunum sem peningarnir koma frá.

Íraski herinn berst við uppreisnarmenn í Basra

Harðir bardagar hafa geisað í Basra milli íraska hersins og uppreisnarmanna Sjía eftir árás þúsunda íraskra hermanna í morgunsárið. Nouri Maliki forsætisráðherra Íraka er í Basra og stjórnar aðgerðunum, einungis degi eftir að hann kom þangað í heimsókn og hét þess að taka aftur upp lög. Á fréttavef BBC segir að vitni hafi greint frá miklum reyk, sprengingum, skriðdrekum og stórskotaliði.

Islamistar framlengja frest

Hópur Íslamista sem heldur til í Saharaeyðimörkinni og hefur þar tvo austurríska gísla í haldi hefur framlengt frest sem hópurinn gaf austurískum yfirvöldum til að verða við kröfum um lausnargjald. Hópurinn heimtar að 10 herskáir íslamistar sem í haldi eru í Alsír og Túnis verði látnir lausir gegn því að láta gíslana af hendi.

Umbætur í landbúnaði á Kúbu

Raul Castro hinn nýi leiðtogi Kúbu virðist vera að fikra sig í átt til umbóta. Á fundum þvers og kruss um landið er bændum sagt að þeir fái sjálfir að ráða því hvað þeir rækta á sínu landi og hvert og hvernig þeir selji það.

Leitað að lettneskum auðjöfri

Lettneska lögreglan leitar nú að Leonid Rozhetskin rússnesk-ættuðum auðjöfri sem hvarf á dularfullan hátt úr glæsihúsi sínu á Balkanskaga fyrir einni viku.

Forsætisráðherra Pakistan krefst lausnar dómara

Yusuf Raza Gillani nýskipaður forsætisráðherra Pakistan hefur fyrirskipað að öllum dómurum sem verið hafa í haldi frá setningu neyðarlaga í landinu verði sleppt. Þetta tilkynnti Gillani nokkrum mínútum eftir að vera kosinn til embættisins af þingmönnum í dag.

Hamas eyðileggur friðarferli Mið-Austurlanda

Dick Cheney varaforseti Bandaríkjanna segir að herskáir Hamasliðar í Palestínu ásamt Íran og Sýrlandi reyni að sundra friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Cheney lét ummælin falla eftir morgunverð með Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels sem markaði enda ferðar hans til Mið-Austurlanda.

Kveikt á ólympíueldinum þrátt fyrir mótmæli

Kveikt var á ólympíueldinum við hátíðlega athöfn í Grikklandi í morgun þrátt fyrir truflun mótmælenda. Tveir aðgerðarsinnar sem eru á móti yfirráðum Kína í Tíbet brutu sér leið í gegnum þúsund manna varðhring lögreglu í Ólympíu og reyndu að setja upp fána þegar sendifulltrúi Kínverja talaði. Aðgerðarsinnar höfðu boðað mótmæli vegna ástandsins í Tíbet.

Fyrrverandi kona Sarkozy giftir sig á ný

Cecilia, fyrrverandi eiginkona Nicolasar Sarkozy, forseta Frakklands er búin að gifta sig á ný. Nýi eiginmaðurinn er marókkoskur auðmaður sem heitir Richard Attias. Cecilia og franski forsetinn skildu í október síðastliðnum eftir ellefu ára brokkgegnt hjónaband.

Fjögurþúsund Bandaríkjamenn hafa fallið í Írak

Fjórir bandarískir hermenn féllu í Írak í gær. Þar með hafa fjögur þúsund bandarískir hermenn fallið síðan innrás var gerð í landið fyrir fimm árum. Bandamenn unnu stríðið gegn herjum Saddams Hussein næsta auðveldlega. Eftirleikurinn hefur hinsvegar verið erfiðari.

250 landflótta Tíbetar handteknir

Tvöhundruð og fimmtíu landflótta Tíbetar voru handteknir í mótmælagöngu í Katmandu, höfuðborg Nepals í dag. Göngufólkið var að reyna að komast að höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í Katmandu. Mótmælafundir hafa verið haldnir daglega í Nepal undanfarnar vikur. Þar búa um 20 þúsund Tíbetar sem flúðu land sitt eftir misheppnaða uppreisn gegn Kínverjum árið 1959.

Lík dönsku hermannanna flutt heim

Lík tveggja danskra hermanna sem féllu í sprengjuárás í Afganistan í síðustu viku voru flutt til Danmerkur nú um helgina.

Segist hafa myrt í sjálfsvörn

Það var fyrir algjöra tilviljun að 46 ára gamall maður stakk fyrrverandi eiginkonu sína og tengdapabba í Hørsholm í Danmörku í gær. Og morðið var gert í sjálfsvörn.

Musharraf heitir stuðningi við samsteypustjórnina

Forseti Pakistan, Pervez Musharraf, heitir fullum stuðningi sínum við nýmyndaða samsteypustjórn í landinu, sem skipuð er pólitískum andstæðingum hans. Í göngu sem var farin til að fagna þjóðhátíðardegi Pakistan sagði Musharraf að nýtt tímabil lýðræðis væri framundan.

Páskahátíðinni fagnað víða um heim

Páskahátíðinni er fagnað víða um heim. Í Írak og Afganistan létu kristnir ekki báborið ástand aftra sér frá því að fagna upprisu krists og að venju var mikið um dýrðir í Jerúsalem.

Benedikt páfi hélt árlegt páskaávarp sitt

Benedikt páfi hélt sitt árlega páskaávarp á Péturstorginu í Róm fyrir stundu. Í ræðu sinni hvatti hann til lausnar á deilunni í Tíbet og bað fyrir friði í Afríku og Miðausturlöndum.

Forsætisráðherraefni Pakistana fundið

Pakistanski þjóðarflokkurinn hefur tilnefnt mann til að gegna forsætisráðherraembættinu, en flokkurinn vann þingkosningar í síðasta mánuði.

Misþyrmdu fatlaðri konu

Lögreglunni í Alton, Illinois, er brugðið eftir að hafa fundið lík af þroskaheftri konu. „Þetta er átakanlegt. Það er eins og að þau hafi haft nautn af því að misnota konu. Hún var næstum því í fangelsi,“ hefur CNN fréttastofan eftir David Hayes, lögreglustjóra.

Móðir morðingjanna baðst fyrirgefningar

Móðir tveggja drengja, sem urðu blaðaburðardreng að bana í Kaupmannahöfn fyrir helgi, baðst fyrirgefningar á gjörðum sona sinna í viðtali TV2 sjónvarpsstöðina í dag.

Líkur á að neðanjarðarhaf sé að finna á Titan

Töluverðar líkur eru á því að á Titan einu af tunglum Satrúnusar sé neðanjarðarhaf að finna. Radarmyndir frá geimfarinu Cassini sýna þetta en greint er frá málinu í nýjasta hefti tímaritsins Science.

Alvarleg kynlífskreppa herjar á Japani

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að alvarleg kynlífskreppa herjar nú á Japani. Í ljós hefur komið að eitt af hverjum fjórum giftum pörum í landinu hefur ekki stundað kynlíf síðasta árið eða lengur.

Áhyggjur á Ítalíu af eitruðum mozzarella-osti

Framleiðendur hins þekkta mozzarella osts á Ítalíu keyptu heilsíðu auglýsingar í öllum helstu blöðum landsins í gær til að segja neytendum að ostur þeirra væri hættulaus.

Obama krefst rannsóknar í vegabréfamálinu

Barack Obama krafðist þess í dag að rannsókn verði gerð á því hvers vegna verktakar hjá utanríkisráðuneytinu í Bandaríkjunum voru að hnýsast í vegabréfaumsóknir frambjóðenda til forseta þar í landi. Komið hefur í ljós að þrír starfsmenn ráðuneytisins hafa skoðað skýrslur um þau Obama, Hillary Clinton og John McCain án heimildar.

Sjá næstu 50 fréttir