Erlent

Endeavour lenti heilu og höldnu í Flórída

Endeavoru kemur inn til lendingar í nótt.
Endeavoru kemur inn til lendingar í nótt. MYND/AP

Bandaríska geimferjan Endeavour lenti í nótt í Flórída eftir sextán daga ferð til alþjóðlegum geimsstöðvarinnar.

Meðan á heimsókninni stóð kom áhöfn ferjunnar fyrir hluta af japanskri rannsóknarstöð ásamt því að flytja kanadískt vélmenni til stöðvarinnar en, það á að sinna viðhaldi á ytra byrði hennar.

Geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur áform um tíu ferðir til stöðvarinnar á næstu tveimur og hálfu ári og er reiknað með að næsta ferð verði í maí, en þá fer geimferjan Discovery að stöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×