Erlent

Flugmaður hleypti af byssu í flugstjórnarklefa

Engin slys urðu á fólki þegar flugmaður skaut af byssu í flugstjórnarklefa.
Engin slys urðu á fólki þegar flugmaður skaut af byssu í flugstjórnarklefa.

WASHINGTON (CNN) Flugmanni hjá flugfélaginu US Airways hefur verið vikið úr starfi eftir að hann hleypti fyrir slysni af skammbyssu í flugstjórnarklefa vélar sem hann flaug á laugardag. Vélin flaug í 8.000 feta hæð yfir Charlotte í Norður-Karólínuríki í Bandaríkjunum þegar atvikið átti sér stað. Ekki urðu skemmdir á flugstjórnartækjum við óhappið en kúlan gerði gat á skrokk flugvélarinnar.

Flugmaðurinn geymdi skotvopn í flugstjórnarklefanum sem hluta af áætlun bandarískra stjórnvalda um aukið öryggi í flugsamgöngum en þúsundir flugmanna hafa í skjóli hennar hlotið þjálfun í meðferð skotvopna. Er þetta fyrsta tilvikið af þessu tagi sem vitað er um en nú fer fram rannsókn á því hvort flugmaðurinn höndlaði vopnið í samræmi við það sem flugmönnum er kennt á skotvopnanámskeiðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×