Erlent

Tvisvar þurft að kyrrsetja Airbus A380

Flugfélagið Singapore Airlines hefur í tvígang þurft að kyrrsetja Airbus A380 þotu vegna bilunar í eldsneytisdælu. Talsmenn flugfélagsins sögðu að þetta hefði valdið töf á flugi farþega frá Sydney á mánudag. Þá sögðu talsmenn flugfélagsins jafnframt að umrædd vél hefði þegar verið tekin í notkun að nýju.

Samskonar bilun varð í annarri A380 vél í síðasta mánuði, en Singapore Airlines er enn sem komið er eina flugfélagið í heiminum sem notar slíkar vélar í farþegaflugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×